Vilt þú starfa með frumkvöðlum?

Salóme Guðmundsd
IcelandicStartups
Published in
2 min readMar 21, 2018

Við leitum að öflugum einstaklingi með brennandi áhuga og þekkingu á starfsemi sprotafyrirtækja í starf verkefnastjóra. Viðkomandi mun vinna náið með frumkvöðlum að þróun viðskiptahugmynda þeirra og bera ábyrgð á verkefnum sem styðja við stofnun og vöxt sprotafyrirtækja.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf og stuðningur við frumkvöðla og sprotafyrirtæki
  • Umsjón með verkefnum á borð við keppnir og viðskiptahraðla
  • Umbætur og þróun verkefna
  • Samskipti við bakhjarla og aðra samstarfsaðila
  • Mælingar á árangri

Viðkomandi vinnur náið með öðrum starfsmönnum að því að byggja upp umhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Við bjóðum upp á einstakt starfsumhverfi, áhugaverð og krefjandi verkefni, fögnum nýjum hugmyndum og veitum tækifæri til þess að efla tengslanetið, bæði hér heima og erlendis.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking og áhugi á nýsköpun og frumkvöðlastarfi mikilvægur
  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptafærni
  • Reynsla af stjórnun verkefna
  • Góð þekking og reynsla á sviði sölu og markaðsmála
  • Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Hæfni til að halda á mörgum boltum á lofti í einu

Megin hlutverk Icelandic Startups er að hraða ferlinu við stofnun nýrra fyrirtækja og tengja frumkvöðla og sprotafyrirtæki við reynda frumkvöðla, sérfræðinga, fjárfestaumhverfið og leiðandi sprotasamfélög erlendis.

Á meðal helstu verkefna félagsins er frumkvöðlakeppnin Gulleggið og viðskiptahraðlar á borð við Startup Reykjavik.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. júní 2018.

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til framkvæmdastjóra Icelandic Startups á netfangið salome@icelandicstartups.is fyrir lok dags sunnudaginn 15. apríl n.k.

Icelandic Startups teymið. Nýársfögnuður 2018.

--

--

Salóme Guðmundsd
IcelandicStartups

CEO @IcelandStartups // Community Building // Accelerating new businesses for high growth // #NordicMade