Íslendingar huga að fjárhagslegri heilsu í heimsfaraldri

Jón Heiðar
Meniga Iceland
Published in
4 min readApr 28, 2020

Það er óhætt að segja að faraldurinn sem nú gengur yfir hafi gjörbreytt heimsmynd okkar á örskotsstund. Það þarf leita aftur til hruns bankanna árið 2008 til að finna sambærileg efnahagsleg áhrif og samfélagsleg áhrif faraldursins eru fordæmalaus. Meniga var stofnað í kjölfar efnahagshrunsins 2008 með það að leiðarljósi að bæta fjárhagslega heilsu fólks.

Undanfarinn áratug höfum við bætt og þróað Meniga appið sem gerir einstaklingum auðvelt að fylgjast með og stýra fjármálum heimilisins. Það er því ánægjulegt að sjá að Meniga appið falli vel í kramið í þeirri óvissu sem nú einkennir þjóðlífið.

Velkomin(n) í betri fjárhagslega heilsu.

Landinn nýtir sér ókeypis leið til að halda utan um fjármálin

Undanfarna viku hefur daglegum, virkum notendum Meniga appsins fjölgað um 13%. Fjöldi nýrra notenda hefur ekki verið meiri síðan í mars 2018. Fjöldi nýskráninga á undanförnum dögum er sexfaldur á við það sem gengur og gerist, hvorki meira né minna.

Af hverju að nota Meniga?

Meniga appið gerir einstaklingum kleift að sjá allar færslur af þeim debet- og kreditkortareikningum sem þeir nota á einum stað. Appið flokkar svo sjálfvirkt allar færslur af reikningunum í yfir- og undirflokka sem einfaldar notendum að fá góða yfirsýn á heimilisfjármálin. Þannig verður auðvelt að sjá hversu miklu er eytt í einstaka flokka, s.s. matvöru, skyndibita, fatakaup o.s.frv. Notendur geta valið hvort þeir nýta viðmót í appi í snjallsíma eða á vefnum í gegnum www.meniga.is. Þar að auki geta hjón eða fólk í sambúð tengt saman reikninga og fengið þannig heildaryfirsýn á öll fjármál heimilisins á einum stað.

Skyndibitinn rann ljúflega niður en kostaði sitt.

Auðvelt að byrja að spara

Það er auðvelt að setja Meniga upp. Nýir notendur fara inn á www.meniga.is eða sækja appið beint í App store eða Google Play. Þar gerir þú eftirfarandi:

  1. Velur nýskráningu
  2. Setur inn netfangið sem þú vilt nota
  3. Velur þér lykilorð. Veldu lykilorð sem þú ert ekki að nota annarsstaðar og gott er láta lykilorðið innihalda t.d. stóran staf, tölur og jafnvel eitthvert tákn til að gera lykilorðið sterkara
  4. Næst er að tengja bankareikninga. Þú getur tengt inn bankareikninga og kreditkort hjá stóru viðskiptabönkunum þremur
  5. Til að tengja reikninga þarft þú að auðkenna þig gagnvart bankanum þínum á sama hátt og þú tengist viðkomandi netbanka

Svo er bara að opna appið/vefviðmótið og byrja að kynna sér fjármálin

Gerðu fjármálin skemmtileg með Meniga appinu

Við hjá Meniga vitum hversu erfitt það getur verið að takast á við fjármálin. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að hafa viðmótið einfalt, upplýsingar aðgengilegar og að það geti verið skemmtilegt að spara og bæta sína fjárhagslegu heilsu. Meniga appið er líka svo miklu meira en vel flokkað heimilisbókhald. Í appinu og á vefnum leynast nokkrar frábærar leiðir sem hjálpa notendum að setja sér sparnaðarmarkmið og það sem er enn mikilvægara, að ná þeim.

Væri hægt að spara með því að ganga eða hjóla? Segja upp streymisveitu sem sjaldan er horft á? Fara sjaldnar út að borða? Skipuleggja matarinnkaup betur?

Vikuskýrslan

Vikuskýrslan sýnir eyðslu eftir dögum nýliðinnar viku og er mjög vinsæl. Í henni er auðvelt að sjá hvernig útgjöld skiptast eftir flokkum. Ef einhver flokkun lítur svo einkennilega út er einfalt að skoða einstaka færslur og breyta flokkun eftir eigin höfði.

Berðu þig saman við aðra (aðeins á www.meniga.is)

Á vef Meniga getur þú glöggvað þig á því hvernig fólk eins og þú eyða sínum peningum. Með þessum hætti fæst innsýn inn í hvar við höfum sjálf tök á því að skera niður.

Stöðumælir

Einfaldur og þægilegur stöðumælir sem nýtist við grunn markmiðasetningu. Stöðumælirinn sýnir áætlaðar meðaltekjur og meðalútgjöld og notendur geta sett inn markmið um sparnað í hverjum mánuði. Hann veitir því sjónrænt aðhald sem er afar hjálplegt til að ná markmiðunum.

Það má bæta fjárhagslega og líkamlega heilsu og borða sjaldnar skyndibita

Sparaðu með áskorunum

Við hjá Meniga sendum notendum okkar öðru hvoru áskoranir um sparnað í völdum flokkum. Notendur geta svo einnig sjálfir sett upp eigin áskoranir. Langar þig til að eyða minna í bensín, skyndibita, föt eða mat? Það er auðvelt að gera úr því léttan leik í Meniga appinu. Á árinu 2019 tóku rúmlega 3,000 notendur áskorun og spöruðu þeir samtals 84 milljónir króna eða rúmlega 34 þúsund krónur á ári að meðaltali á einstakling. Það munar um minna!

Endurgreiðslutilboð Meniga hjálpa þér að spara

Að síðustu má nefna endurgreiðslutilboð sem fjölmörg fyrirtæki nýta til að senda tilboð á notendur Meniga. Eina sem þú þarft að gera til að nýta tilboðin er að virkja tilboðin þegar þau koma inn í appinu þínu og greiða með korti sem skráð hjá Meniga þegar varan eða þjónustan er keypt. Meniga endurgreiðir svo notendum áunnar endurgreiðslur þann 18 hvers mánaðar. Ferlið er því alveg snertilaust og vonandi leynast þarna tækifæri fyrir sem flesta til þess að ná fram sparnaði í sínum útgjöldum.

Vinsamlegast sýnið biðlund

Að undanförnu höfum við fengið mikið af fyrirspurnum frá fólki sem vill endurvekja Meniga aðganginn sinn og hefur hreinlega gleymt netfanginu sem það notaði til að stofna hann. Það er okkur mikil ánægja að aðstoða við þetta en vegna mikils álags biðjum við fólk vinsamlegast sýna okkur biðlund á meðan við leysum úr þessum málum.

--

--