Þrjú einföld skref til þess að byrja að nota Meniga

Það er einfalt mál að læra að nota Meniga. Hér höfum við tekið saman þrjú gagnleg ráð sem munu koma þér upp á lagið með að nota Meniga á örskotsstundu.

Fyrst er að skrá sig í Meniga. Best er að fara á Meniga.is eða skrá sig í appinu. Þar velur maður Nýskrá og er leiddur í gegnum skráningarferlið. En eftir að maður hefur tengt reikningana sína, hvað gerir maður þá?

1. Setja sér markmið

Mikilvægasti þáttur þess að ná árangri, bæði í heimilisbókhaldinu og öðru er að setja sér markmið. Ef við erum með fyrirfram ákveðna áætlun erum við mun líklegri til að ná markmiðum okkar og getum séð ef við erum ekki á áætlun. Við byrjum á að velja hvaða flokkum við viljum fylgjast með á forsíðu Meniga:

Þessi notandi velur að fylgjast með Skyndibita og Veitingastöðum

Við mælum með því að fólk velji sér ekki of marga flokka til að fylgjast með í einu og velji flokka þar sem auðvelt er að skera niður . Í dæminu hér að ofan velur notandi að fylgjast með skyndibita og veitingastöðum en það eru flokkar þar sem margir Íslendingar kannast við að geta gert betur. Það er sem dæmi raunhæfara að lækka útgjöld í fatnað og skyndibita en t.d. húsnæðislánið okkar.

2. Samtengja notendur

Í Meniga geta hjón og sambýlisfólk fengið heildaryfirsýn yfir öll fjármál heimilis á einni síðu. Með því að samtengjast er einfalt að fá yfirsýn öll kort og reikninga og það verður mun auðveldara að ná markiðum heimilisins.

Hér má sjá hvernig þú samtengist öðrum notanda í Meniga

3. Setja reglu

Í sumum tilfellum viljum við setja reglu fyrir færslur sem við viljum að komi sjálfvirkt inn með ákveðnum hætti inn í Meniga. Sem dæmi koma laun ekki alltaf inn á þeim 1. hvers mánaðar. Til að það skekki ekki mánaðaryfirlitið hjá okkur getum við sett reglu sem færir launin sjálfkrafa til þess fyrsta hvers mánaðar.

Sniðugt getur verið að setja upp reglur, t.d. fyrir launafærslur.

Ef þú vilt kafa dýpra í hvernig þú getur notað Meniga til að ná markmiðum á nýju ári mælum við með að þú skoðir hjálparmyndböndin á Meniga.is:

Smelltu hér til að skoða hjálparmyndbönd

Við viljum endilega heyra í þér. Sendu okkur línu á hjalp@meniga.is ef þú hefur einhverjar spurningar og við svörum um hæl.

Við verðum með námskeið fyrir áhugasama í notkun Meniga fimmtudaginn 12. janúar. Smelltu hér til að skrá þig

Við vonum að þér gangi vel að ná markmiðunum á nýju ári!