10 ráð til að hafa minni áhyggjur af fjármálunum um jólin

Þetta kostuðu jólin mig í fyrra

Fyrir marga eru jólin besti tími ársins en margir geta fyllst kvíða enda í mörg horn að líta. Það er gott að geta dregið úr áhyggjum en með smá skipulagi og með því að nýta þau frábæru tól og tæki sem eru í boði er vel hægt að halda utan um eyðsluna og passa að útgjöldin fari ekki langt umfram fjárhagslegt þol.

1. Gerðu áætlun og settu þér markmið
Mikilvægasta atriðið af öllum er að átta sig á því hversu mikið þú hefur milli handanna til að eyða í jólin. Reiknaðu út hvert svigrúmið er og settu þér markmið í helstu flokkum t.d. matvöru, fatnaði, gjöfum, jólabjór o.s.frv. Teldu upp alla sem þú ætlar að gefa jólagjöf og hugsaðu hversu dýra gjöf þú vilt gefa hverjum og einum. Leggðu þetta svo saman til að ná heildar tölunni, ef hún er of há þá reyndu þá að finna leiðir til að lækka hana. Ef þú átt nóg eftir þá er hellingur af góðgerðamálum sem geta notið góðs af því.

Augun á útgjöldunum í Meniga

2. Fylgstu með eyðslunni
Notaðu Meniga til setja þér markmið í þessum flokkum og fylgstu með þeim í “augunum á útgjöldunum” í Meniga. Vertu viss um að flokkunin sé rétt t.d. gjafir en ekki fatnaður ef það á við og nýttu þér merkimiðana til að merkja allar færslur sem Jól. Þá er svo auðvelt að sjá í hvað peningurinn fer.

Það er lítið mál að flokka færslur og setja inn merkimiða og athugasemdir

3. Nýttu þér tilboð og útsölur
Þó að minna sé um útsölur í desember þá er alltaf e-ð sniðugt í gangi, t.d. eru oftar en ekki fín tilboð að finna hjá Heimkaup og Hópkaup, skráðu þig á póstlista hjá sem flestum svo þú missir ekki af. Oft er hægt að fá vandaðar og skemmtilegar gjafir á góðu verði, sérstaklega handa yngri kynslóðinni. Fylgstu með Kjördæmunum þínum, ekki er verra að fá 30% afslátt á góðri gjöf sem gleður.

Hægt er að finna frábær tilboð í Kjördæmum Meniga

4. Föndraðu
Hvort sem það eru börn á heimilinu eða ekki þá er alltaf gaman að föndra fallega eða bragðgóða hluti til að lauma í jólapakkann. T.d. má setja saman myndaalbúm, gera konfekt, prjóna vettlinga, teikna myndir handa ömmu og afa, búa til kerti o.s.frv. það er hugurinn sem gildir og oftar en ekki eru þetta þær gjafir sem skilja eftir bestu minningarnar bæði hjá þeim sem fá gjafirnar og þeim sem búa þær til saman.

5. Endurnýttu
Sjáðu hvort þú finnur ekki gamlar afmælis eða jólagjafir sem þú hefur aldrei opnað eða notað. Á flestum heimilum má finna vasa, bækur, bindi o.s.frv. sem hittu ekki alveg í mark hjá þér en gætu vel hugsað sér að finna nýjan eiganda. Passaðu bara að gefa ekki aftur þeim sem gaf þér gjöfina í fyrra skiptið.

6. Njóttu þess að vera heima
Að fara í bíó með heila fjölskyldu getur kostað skildinginn, en upplifunin getur verið álíka skemmtileg ef bíókvöldin eru heima. Poppaðu popp í potti og finndu gamla góða jólamynd t.d. Home Alone, Christmas Vacation, Bad Santa, Scrooged, Trading places eða Die Hard. Slökktu ljósin og hristu kókið svo það sé álíka goslaust og í bíóinu og njóttu stundarinnar. Breyttu bíókvöldinu í spilakvöld og kauptu skemmtilegt borðspil en flest þeirra kosta minna en bíóferðin góða og hægt er að nýta aftur og aftur.

Það er skylda að horfa á Christmas Vacation um hver jól

7. Finndu fé
Á flestum heimilum eru ónýtt gjafabréf og gjafakort sem má vel nýta til að kaupa vörur, setja í pakka eða kaupa mat. Skoðaðu vel almenn heimilisútgjöld og sjáðu hvort þar séu tækifæri til að skera niður eða sleppa úr, flest heimili eru með áskrift að hinu og þessu sem er aldrei eða lítið notað.

8. Ekki fara í jólaköttinn
Hægt er að finna frábærar flíkur á góðu verði án þess að koma nálægt verslun. Það er verið að selja vel með farin föt á Bland og á Facebook er m.a. hægt að finna hóp sem selur bara merkjavöru á góðu verði og eru þær oftar en ekki ónotaðar.

Merkjavöru hópurinn á Facebook er mjög virkur

9. Nýttu það sem er í boði
Góð skemmtun þarf ekki alltaf að kosta pening. Hægt er að fara á opna viðburði á listasöfnum, kíkja á dagatalið í Norrænahúsinu, hitta á jólasveinana þar sem þeir mæta um allan bæ og dreifa mandarínum. Farið á bókasafn eða skellið ykkur á skauta á tjörninni og gefið öndunum brauð. Flestum er einnig boðið í margar veglegar veislur þar sem er nóg að bíta og brenna. Verið dugleg að mæta og fyllið mallann af miði og mat.

10. Farðu líka varlega í janúar
Ekki gleyma að afborganir af greiðslukortum í febrúar reynast mörgum erfiðar. Ef þú dreifir jólakostnaðinum yfir desember mánuð og ferð varlega í janúar gætir þú komist hjá þessum vandræðum með tilheyrandi kostnaði. Í skammdeginu er mikla betra að hugsa til þess að þú getir borgað inn á sólarlandaferð um páskana frekar en greiða niður gamlar skuldir.