Bankdata í samstarfi við Meniga veitir nú persónulega fjármálaþjónustu í 11 bönkum í Danmörku, þ.m.t. Jyske Bank og Sydbank

Brynhildur Ingimarsdóttir
Meniga Iceland
Published in
3 min readNov 30, 2015
Útlit netbanka Djurslands bank í dag

Meniga kynnir með stolti samstarf sitt við Bankdata, eina stærstu hugbúnaðarveitu banka í Danmörku. Frá og með 22. nóvember sl. hefur Bankdata innleitt heimilisfjármálahugbúnað Meniga, sem er þar með virkur í netbönkum 11 banka í Danmörku, þ.m.t. Jyske bank sem er þriðji stærsti bankinn í Danmörku. Hugbúnaður Meniga er því aðgengilegur einni milljón viðskiptavina eða 20% allra viðskiptavina danskra banka.

Bankdata hóf samstarf við Meniga, sem er í fararbroddi í Evrópu í heimilisfjármálalausnum, í því skyni að gera umbætur á stafrænum vettvangi 11 danskra banka sem hann þjónustar og auka notendareynslu í net- og farsímabönkum þeirra. Helstu þættir þjónustunnar samanstanda af sjálfvirkri flokkun og myndrænni sýn á útgjöldum; sjónrænni skipun millifærslna allra reikninga og bankakorta ásamt hraðvirkri leit. Markmiðið er að gera notendum kleift að skilja og hafa betri yfirsýn, án mikillar fyrirhafnar, yfir heimilisfjármál sín.

Samstarfið styrkir markmið Bankdata, sem er að koma til móts við þarfir notenda fyrir traustri og tryggri hugbúnaðarþjónustu auk þess að veita nýstárlega og stafræna bankaþjónustu á heimsmælikvarða. Samstarf Bankdata og Meniga er einungis á byrjunarreit þar sem fyrirtækin munu stöðugt bæta þjónustuna með það að markmiði að breyta net- og snjallsímabankaþjónustuna í heildræna vöru sem leiðbeinir fólki og veitir því yfirgripsmikla sýn á eigin fjármál.

Svona lítur snjallsímabankaþjónusta eins banka Bankdata eftir innleiðinguna

„Við erum ánægð að veita þeim 11 dönskum bönkum sem við þjónustum heimilisfjármálaþjónustu sem byggist á nýjustu og fullkomnustu tækni. Þetta er í samræmi við markmið okkar um að betrumbæta netbankaþjónustu og gera hana persónulegri“, segir Thomas Dalsgaard, forstöðumaður stafrænnar bankaþróunnar hjá Bankdata. „Samstarfið við Meniga hefur verið árangursríkt til þessa og leiðandi heimilisfjármálaþjónusta, gagnaauðgunar- og greiningarhugbúnaður þess gegna mikilvægu hlutverki í framtíðaráætlun okkar um stafræna bankaþjónustu. Við gerum ráð fyrir að samstarfið verði enn verðmætara í framtíðinni þar sem við ætlum okkur að veita bestu mögulegu netbankaþjónstu í Danmörku. “

„Markmið Meniga er að aðstoða banka við að skapa nýjungar og gera net- og farsímabanka snjalla, persónulega og þægilega í notkun. Við erum stolt af hlutverki okkar sem stuðningsaðili Bankdata til að byggja stafræna bankaþjónustuveitu framtíðarinnar “, segir Georg Lúðvíksson, meðstofnandi og forstjóri Meniga. „Við höfum verið afar hrifin af tæknigetu Bankdata á heimsmælikvarða, verkefnastarfshæfni og sér í lagi metnaðarfullu markmiði þeirra í að skapa net- og snjallsíma notendaþjónustu sem jafnast á við enga aðra.“

Um Bankdata

Bankdata, sem var stofnað árið 1966, er ein stærsta fjármálahugbúnaðarveita í Danmörku. Fyrirtækið veitir 11 dönskum bönkum, m.a. Jyske Bank og Sydbank, sem skráðir eru sem þriðji og fjórði stærstu bankarnir á dönskum markaði, alhliða hugbúnað, áreiðanlega bankaþjónustu og hámarksöryggi. Allir bankarnir ellefu eru meðlimir í Bankdata og eru virkir þátttakendur í skipulagningu og þróun starfsemi hans.

Um Meniga

Meniga, sem var stofnað árið 2009, er leiðandi fyrirtæki í Evrópu á markaði fyrir heimilisfjármál og næstu kynslóðar bankaviðskipti einstaklinga og nær til rúmlega 25 milljóna net- og snjallsímabankanotenda í 16 löndum. Margverðlaunaður hugbúnaður Meniga gerir fjármálastofnunum um allan heim kleift að aðstoða viðskiptavini sína við að skilja og skipuleggja fjármál sín betur. Árin 2011, 2013 og 2015 hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu tækninýjungina á ráðstefnunni ,,Finovate Europe” sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Starfsstöðvar Meniga eru í Reykjavík, Stokkhólmi og London.

--

--