Bryndís ráðin aðstoðarmaður forstjóra Meniga

Kristján Kristjánsson
Meniga Iceland
Published in
1 min readNov 16, 2015

--

Bryndís Alexandersdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður forstjóra hjá Meniga. Hún mun einnig koma að og stýra verkefnum framkvæmdastjórnar Meniga. Þetta er liður í áframhaldandi vexti félagsins og auknum umsvifum á erlendum mörkuðum.

Bryndís Alexandersdóttir

„Það er mikill liðsstyrkur í Bryndísi. Reynsla hennar af verkefnastjórnun innan fyrirtækisins undanfarin ár og menntun mun nýtast vel í nýja starfinu og til að takast á við enn frekari vöxt fyrirtækisins á alþjóðavettvangi,” segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.

Bryndís er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Bryndís starfað sem verkefnastjóri í innleiðingarverkefnum hjá Meniga en fyrir það starfaði hún meðal annars við fjármálagreiningar og í áhættustýringu Landsbankans. Einnig hefur hún starfað sem stundakennari við verkfræðideild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

--

--