Hvað eyði ég miklu í kaffi á ári?

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland
Published in
1 min readJun 9, 2015

Með því að nota Meniga.is getur þú fengið yfirlit yfir hina ýmsu útgjaldaliði. Alison MacNeil skrifaði skemmtilega grein um kaffineyslu sína og hvernig hún notaði Meniga-kerfið til að fá yfirsýn yfir hve miklu hún eyddi í kaffi á einu ári.

Í sex einföldum skrefum getur þú kannað hve miklu þú hefur eytt í kaffi á sama tímabili.

Skref 1: Þú skráir þig inn á Meniga.is

Skref 2: Ferð í flipann „Skýrslur“

Skref 3: Flokkar „Eftir verslunum“ (sjá örina að ofan).

Skref 4: Slærð inn þær verslanir sem þú vilt skoða í reitinn hægra meginn(í þessu dæmi Kaffitár og Te & Kaffi). Smellir á „Bæta við“.

Skref 5: Flokkar „Eftir mánuðum“, velur „Stöplarit“. Undir flipanum „Velja annað tímabil“ velur þú síðustu 12 mánuði.

Skref 6: Veltir því fyrir þér hvort þú ættir kannski bara að hætta að drekka kaffi.

--

--

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland

Product owner @Meniga. Father of three, BJJ nerd and occasional MMA commentator.