Hvernig eyddum við peningunum okkar árið 2018?

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland
Published in
3 min readJan 3, 2019

Nú þegar árið er liðið er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða hvernig við eyddum peningunum okkar á árinu. Með því að rýna í gögnin getum við glöggvað okkur á því hvað við eyddum peningunum okkar í og hvort það sé mögulega rými fyrir bætingar á nýju ári. Hafa ber í huga að hér er eingöngu um að ræða meðaltöl allra þeirra sem eru í Meniga og að þessi gögn eru ópersónugreinanlegar samantektir.

Vinsælasta matvöruverslunin er sem fyrr Bónus en Krónan sækir aðeins í sig veðrið. Nýlegir aðilar á borð við Eldum Rétt og Costco komast einnig á blað.

Dominos stærstir á skyndibitamarkaði

Íslendingar voru duglegir að borða skyndibita á árinu. Dominos Pizza gnæfir yfir skyndibitamarkaðinum með tvöfalt meiri markaðshlutdeild en KFC sem kemur næst á eftir pizzurisanum.

Meðalútgjöld í matvöru aukast

Meðalmanneskjan í Meniga eyddi tæplega 610.000 kr. í matarinnkaup á árinu en það er 4% aukning frá árinu 2017. Að meðaltali fer fólk fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári.

Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir. Það er því hagur í því fyrir neytendur að skipuleggja sig vel og reyna að fækka ferðum í búðina, fyrir utan hvað það sparar mikinn tíma!

Hafa ber í huga að ofangreind gögn byggjast á því hvernig færslurnar flokkast í Meniga og því mögulegt að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Sem dæmi er hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Hvernig er flokkunin á þínum færslum?

Heildarsparnaður þeirra sem hafa sparað með áskorunum

En Íslendingar hafa ekki bara eytt pening á árinu, þeir hafa líka sparað. Áskoranir í Meniga fóru í loftið fyrir um ári og síðan þá hafa um 3000 manns sparað pening með því að setja sér áskorun.

Meðalsparnaðurinn hjá þessum aðilum er um 29.000 kr. á hvert heimili eða rúmlega 76 milljónir króna í heildina.

Það er hægt að gera eitthvað skemmtilegt fyrir það!

Skyndibitaáskorunin er sú vinsælasta í Meniga

Hvernig var árið þitt? Smelltu hér til að skoða ársskýrsluna þína í Meniga.

Við þökkum fyrir samfylgdina á árinu og vonum að 2019 verði ykkur gæfuríkt, bæði í fjármálunum sem og á öðrum vettvangi. Gleðilegt ár!

--

--

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland

Product owner @Meniga. Father of three, BJJ nerd and occasional MMA commentator.