Leggðu bílnum í viku

Finnur Magnusson
Meniga Iceland
Published in
3 min readJun 1, 2018

--

Sólin skín (í dag) svo við viljum skora á þig að leggja bílnum í eina viku í júní. Já þetta hljómar klikkað, en stundum þarf maður að fara rækilega út fyrir þægindarammann til að breyta hlutum í lífinu.

Þetta er fyrir þá sem hafa tækifæri á að labba, hjóla eða komast í vinnu með öðrum hætti. Við viljum skora á ykkur að fela lyklana einhversstaðar í eina viku og prófa aðrar leiðir til og frá vinnu en þá þægilegustu. Það er ótrúlega hressandi að rúlla meðfram strandlengjunni á hjóli á morgnana eða rölta heim eftir erfiðan vinnudag og fylla haus og lungu af súrefni.

Fólk í Meniga eyðir að meðaltali 20.000 kr í bensín á mánuði.

Ein vika án bíls gæti því verið sparnaður upp á fimm þúsund krónur. Við sjáum líka að bensínkostnaður heimilanna hefur aukist um 20% á síðustu 12 mánuðum. Ef þú kemst að því að þú getur verið án bíls einhverja daga eða lagt öðrum bílnum þar sem tveir eru á heimilinu, þá gæti það verið umtalsverður sparnaður. Fyrir marga er bara óhugsandi að taka fyrsta skrefið. Þetta er alvöru áskorun!

Hér eru nokkrar hugmyndir frá okkur í Meniga sem geta kannski hjálpað þér af stað:

Google er vinur þinn

Það er fljótlegt að sjá hversu hratt maður kemst yfir á tveimur jafnfljótum eða á hjóli í Google maps og hvaða leiðir koma til greina. Ég er til dæmis 7 mínútur að hjóla þennan spotta.

Strava hjálpar þér að finna bestu hjólaleiðina

Fyrir þá sem hjóla þá er Strava heatmap fínt kort til að finna vinsælustu hjólaleið í vinnuna. Kauptu olíu á keðjuna og pumpaðu í dekkin. Brekkurnar eru bara erfiðar fyrstu dagana.

Strava er on fire eftir hjólaferðir fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Stætó appið er merkilega fínt

Hvenær tókstu strætó síðast? Það er lítið mál að kaupa staka miða í appinu og krakkarnir upplifa það jafnvel sem ævintýri að fara í bæinn í stóra gula bílnum. Þú getur líka fengið þér bjór á Austurvelli á meðan þau velta sér í grasinu (nema þú sért líka í veitingastaða áskorun).

Aðrar hugmyndir

Hér eru svo aðrar pælingar sem gætu hjálpað þér að ná markmiðinu:

  • Fáðu far með vinnufélaga í eða úr vinnu. Skiptist á að sækja hvort annað.
  • Taktu alltaf ódýrasta bensínið. Fylgstu með á https://gasvaktin.is — Hver króna skiptir máli.
  • Kannski svolítið stórtækt, en þú gætir skoðað að skipta (öðrum) bílnum út fyrir rafmagnsbíl. Hér er blogg um það.
  • Ef þú keyrir út á land í sumarfríinu, þá gætir þú flokkað það sem ferðakostnað og samt staðist áskorunina. Smá svindl, en réttlætanlegt. Athugið að Strætó fer líka út á land.
  • Prófaðu að vinna að heiman eða af kaffihúsi í göngufæri ef það er í boði.
  • Er ekki kominn tími á að krakkarnir fari að koma sér sjálfir í skóla og frístundir?

Ef þú ert til í þetta, þá erum við með þessa áskorun í gangi núna í júní. Náðu í iOS appið eða Android Appið, taktu áskoruninni og fylgstu með bensíneyðslunni.

Gangi þér vel!

--

--

Finnur Magnusson
Meniga Iceland

Product Manager at Nox medical. Design it to be simple and execute with hopeless optimism.