Matarmars í Meniga

Finnur Magnusson
Meniga Iceland
Published in
3 min readMar 1, 2018

--

Við höfum fengið frábærar viðtökur við áskorunum og fjórði hver notandi hefur tekið eina eða fleiri síðan við uppfærðum í nóvember.

Við erum sjúllað peppuð í mars þar sem við höfum prófað að taka svona mataráskorun innan Meniga tvisvar og við trúum því að við getum hjálpað mörgum að spara alvöru peninga.

Fyrsta skrefið er náttúrulega að taka áskoruninni.

Þú opnar app eða vef og velur áskoranir. Þar ætti Matarmars að blasa við og áður en þú samþykkir áskorunina, þá sérðu hvað þú hefur verið að eyða í mat að meðaltali síðustu 6 mánuði og hversu mikið þú sparar ef þú stenst áskorunina.

Tuttugu prósent niðurskurður í matvöru er meira en að segja það. Sumir svindla náttúrulega og borða bara skyndibita allan mánuðinn (annar flokkur, önnur áskorun). Það er samt ekki beint pælingin hérna. Hin raunverulega áskorun er að breyta út af vananum, versla meðvitað og borða vel….. en spara samt 20%!

Það er hægt að borða vel í matarmars (vín er annar flokkur)

Ertu til í þetta?

Gott og vel. Hérna eru fyrstu þrjú hollráðin frá okkur sem hafa gengið í gegnum þetta áður. Við munum svo fylgja ykkur eftir á facebook síðunni okkar og hér á blogginu á meðan að á áskorun stendur.

  1. Taktu stöðuna
    Það getur verið sárt að sjá raunveruleikann, en við mælum með því að kíkja í prófílinn og skoða matarútgjöld síðustu mánuða. Þar getur þú í fljótu bragði séð hvar þú verslar, hversu oft þú ferð í mánuði og fyrir hvaða upphæð. Ef þú ætlar að breyta einhverju, þá verður þú að vita hvar þú ert í dag.
  2. Bullandi núvitund
    Það er erfitt að breyta út af vananum. Það verður líka erfiðara með aldrinum. Við erum oft föst í sömu hjólförunum af því að það er bara svo þægilegt. Áskoranirnar okkar voru hannaðar til að taka einn útgjaldalið fyrir í hverjum mánuði, við teljum að það sér raunhæft tímabil til að halda út í breyttum lífstíl. Við höfum séð á okkur sjálfum að góðar venjur endast oft lengur en það.
    En já, hugsaðu vel og vandlega um það hvernig þú skipuleggur matarinnkaupin. Ferðu oft eða sjaldan? Kaupir þú mikið eða lítið? Hendir þú mat? Eldar þú alltaf heitt á kvöldin? Aldrei? Kaupir þú lauk í lausu eða kippum (glettilegur munur sko, safnast þegar saman kemur).
    Já taktu smá inhverfa íhugun og hugleiddu þessi mál eða haltu fjölskyldufund í kvöld ef fleiri taka þátt í innkaupunum. Þá ættuð þið náttúrulega að vera samtengd í Meniga líka, annað væri svindl.
  3. Skipulag
    Það sem hefur reynst einna best hjá okkur er að gera matseðil fyrir vikuna. Endilega bjóða börnunum með í svona plön ef þau eru í myndinni, þau hafa merkilega gaman af svona.
    En gerðu meðvitað nokkrar breytingar. Ef fjölskyldan er í heitum mat í vinnu / skóla, þá er allt í lagi að hafa létt snarl 2 kvöld í viku.
    Veldu einhvern rétt sem er hægt að hafa tvisvar í matinn. Hakk og spaghettí er alltaf betra daginn eftir (sama á við um Lasagne). Kjötsúpa, Stór kjúlli sem verður að pastarétti, svínakjöt sem endar í stir-fry og svo framvegis.
    Farðu svo með þennan matseðil og keyptu allt inn fyrir vikuna í einni ferð… og ef gerðu það meðvitað í ódýrri verslun.
    Láttu þetta svo duga fyrir alla vikuna.
Þetta eru rúmlega 9 kvöldmáltíðir plús ditt og datt

Jæja hendum okkur í þetta.

Við höfum heyrt frá ánægðum Meniga notendum sem hafa sparað fyrir auka útlandaferð bara með því að breyta því hvernig þau skipuleggja matarinnkaupin.

--

--

Finnur Magnusson
Meniga Iceland

Product Manager at Nox medical. Design it to be simple and execute with hopeless optimism.