Meniga á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Arna Þorbjörg Halldórsdóttir
Meniga Iceland
Published in
2 min readOct 22, 2021

--

Við erum gríðarlega stolt að tilkynna að Meniga Iceland ehf. komst á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi eru á listanum í ár og því mikill heiður að komast á lista meðal slíkra sterkra fyrirtækja.

„Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.“ — skilgreining á vef Creditinfo.

Þetta er í 12. sinn sem Creditinfo birtir lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki og var viðburðurinn haldinn hátíðlegur í Hörpu í gær, þann 21. október. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta og tóku nokkur af okkar bestu Menigans við viðurkenningunni fyrir hönd Meniga.

Frá vinstri: Viggó, Guðni, Kristófer, Benedikt, Ingvi og Tótla

Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði Creditinfo til þess að teljast framúrskarandi, meðal annars að:

  • Fyrirtækið sé í lánshæfisflokki 1–3
  • Fyrirtækið hafi skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið hafi rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna og haft jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið hafi haft a.m.k. 20% eiginfjárhlutfall og jákvæða ársniðurstöðu síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið hafi átt eignir fyrir a.m.k. 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

Það sem öll þessi skilyrði eiga sameiginlegt er að þau sýna fram á fjárhagslega heilsu og stöðugleika reksturs fyrirtækja síðustu þriggja ára. Þessi skilyrði ríma vel við gildi Meniga, enda hefur markmið Meniga Iceland frá stofnun verið að hjálpa Íslendingum að öðlast fjárhagslega heilsu með því að bjóða upp á gjaldfrjálst heimilisbókhaldsforrit.

„Það er ánægjulegt að Meniga Iceland ehf. sé komið á lista framúrskarandi fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þessi viðurkenning er hvetjandi og stór áfangi fyrir okkur og munum við setja áherslu á að vera á þessum lista á komandi árum með áframhaldandi þróun á hugbúnaðarlausnum fyrir bankaumhverfi framtíðarinnar,“ segir Benedikt Einarsson, framkvæmdarstjóri fjármála hjá Meniga.

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.

--

--