Skemmtilegustu peningar í heimi

Veistu hvað mótið kostar? #fótboltapabbinn #norðurálsmótið

Kristján Bergmann
Meniga Iceland
3 min readMar 20, 2016

--

Þvílík gleði og lærdómur hjá þessum litlu snillingum sem hlaupa um og keppast af öllum krafti, þvílíkur eldmóður og þvílík forréttindi að fá að fylgjast með þessu. Ómetanlegt að sjá það dýrmætasta sem þú átt takast á við ósigra, vonbrigði og reiði en á sama tíma fagna sigrum í hóp sem er búinn að vinna að sama markmiði í marga mánuði.

Sennilega best vörðu peningum í útgjöldum heimilsins

er ég kominn í vor-gírinn og skipulagningin fyrir sumarið komin á fulla ferð. Nokkrum sinnum á ári fer fjölskyldan á fótboltamót með guttanum og í sumar er það SET-mótið á Selfossi. Þegar ég var leita uppi hvað fellihýsið hefði kostað í leigu yfir Norðurálsmótið í fyrra rakst ég á skemmtilegan merkimiða sem ég hafði gert. Ég nota nefnilega Meniga til að hengja á færslur merkimiða sem er algjör snilld…

og hafði búið mér til merkimiðann “norðurálsmót 2015”

Þetta kemur nefnilega á óvart þegar maður fer að skoða þetta. Við fjölskyldan skemmtum okkur konunglega í auka sumarfríinu okkar þar sem við fórum öll saman, gistum í fellihýsi og létum gestrisna Akurnesinga sjá um okkur í nokkra daga í yndislegu veðri. Ég tók saman í gamni kostnaðinn við svona ferð.

Heildarkostnaður 97.032 kr. Er það ekki svolítið magnað? Ég hefði ekki skotið á svona háa tölu.

Iðulega þegar ég velti fyrir mér kostnaði við tómstundirnar hugsar maður og heyrir foreldra helst nefna t.d. fótboltaskóna, gallann eða æfingagjöldin.

En sá kostnaður er bara hluti af pakkanum. Það kom mér allavega á óvart hvað svona ferð kostar í raun.

Þetta fannst mér mjög áhugavert.

Á myndinni sjáið þið flokkana, þeim er líka hægt að stjórna að vild. T.d. mætti færa færslur sem að eru í Viðhaldi og rekstri bifreiða í annan flokk. Þar eru s.s. færslur fyrir Hvalfjarðargöngunum.

En svona til að taka þetta saman þá eru þetta um 50% kostnaður í mat, sjoppur og skyndibita. 29% í frí og ferðalög sem skýrist helst af fellihýsinu sem við leigðum. Og svo eitthvað minna í aðra flokka. Göngin, elsneyti, mótsgjald o.fl.

Ferðin var hverri krónu virði allir skemmtu sér vel og var þessi ferð eitt af því sem stóð uppúr á árinu 2015. En það sem ég rakst þarna á var ótrúlega fróðlegt og fær mig til að nýta merkimiðana ennþá meira. Nú geri ég ráð fyrir kostnaðnum við ferðina í sumar sem mun ekki gefa ferðinni í fyrra neitt eftir.

Guttinn er harðákveðinn. Hann æfir af krafti, leggur mikið á sig og á sér draum um að verða góður og betri en hetjurnar sem hann horfir á í sjónvarpinu. #FótboltaPabbinn eltir og styður.

Meistari Kolbeinn áritar treyju fyrir strákinn

--

--