Nú getur þú búið til þínar eigin skýrslur í Meniga og vistað þær

Skoðaðu fjármálin á þínum forsendum á vef Meniga

Jón Heiðar
Meniga Iceland

--

Skemmtileg skýrslugerð á vefnum

Stundum viljum við greina fjármál og útgjöld á okkar forsendum. Ný virkni sem við köllum ‘Mínar skýrslur’ gerir þetta auðvelt og já skemmtilegt. ‘Mínar skýrslur’ eru aðeins í boði á vef Meniga en ekki í Meniga appinu.

Góð fjárhagsleg heilsa er mikilvæg, en flest erum við með margt annað á okkar könnu í daglegu amstri. Við hjá Meniga viljum að það sé fljótlegt og þægilegt að ná yfirsýn yfir fjármálin og vefurinn okkar og app er hannað með þetta í huga. Notendur sjá einfaldar viku- og mánaðarskýrslur sem gefa strax yfirlit yfir útgjöld og tekjur. Ef þeir vilja kafa dýpra má gera það með einum eða tveimur smellum.

Í flipanum ‘Skýrslur’ má nú finna valmöguleikann ‘Búa til skýrslu’.

Viltu eigin skýrslur? Ekkert vandamál!

Nú geta þeir sem vilja búið til eigin skýrslur með einföldum hætti. Það er ansi skemmtilegt og upplýsandi að dútla við þetta. Í þessu nýja viðmóti má búa til skýrslur yfir tekjur eða útgjöld eftir mismunandi tímabilum. Kerfið býður líka upp á það að nota innbyggðar skýrslur sem forskrift að þinni eigin skýrslu, sem þú stillir eftir þínu höfði og vistar.

Hér er dæmi um Tekjuskýrslu sem gerir okkur kleift að fylgjast með launaþróun okkar.

Búðu til eigin samsetningar

Til dæmis má búa til skýrslu sem sýnir niðurstöður út frá fleiri en einum flokki. Þannig mætti til dæmis búa til skýrslu sem við nefnum ‘Matur’ sem sýnir okkur hvernig matarútgjöldin okkar skiptast niður í skyndibita, matvöruverslanir, kaffihús, veitingahús og bakarí.

Við höfum verið góð við okkur á veitingastöðum í marsmánuði! Rétt að taka fram að þetta eru ekki raungögn frá höfundi!

Grædd er geymd skýrsla

Þetta hljómar kannski eins og dálítið puð en er það alls ekki. Það er einfalt að velja víddir, tímabil og þá birtingarmynd á gögnunum sem henta þér. Þú getur svo gefið skýrslunni nafn og vistað. Að sjálfsögðu uppfærir kerfið skýrslurnar og þær eru ávallt aðgengilegar í vefviðmóti Meniga.

Hvílíkur tími til að vera á lífi!

--

--