Skoðaðu hvað jólin kosta þig

Flestir vilja gera vel við sig á jólunum, borða góðan mat og gefa ástvinum gjafir. Allt kostar þetta pening en með auðveldum hætti er hægt að halda utan um öll útgjöld tengd jólunum í Meniga. Þá getur maður einbeitt sér að því að njóta.

Einföld leið til þess að fylgjast með útgjöldum er að merkja færslur í Meniga. Með þrem einföldum skrefum getur þú lært að merkja þínar færslur.

  1. Fyrsta skref er að velja flipann Færslur á Meniga.is:
Veljum flipann “Færslur” á Meniga.is

2. Við finnum færsluna sem við viljum merkja. Smellum á hana og sláum inn heiti á merkimiðanum sem við viljum nota. Í þessu dæmi veljum við merkimiðann Jólagjafir.

Með því að smella á færsluna býðst okkur að merkja færsluna

3. Þegar við höfum merkt allar færslur sem við viljum skoða býðst okkur síðan að fá yfirlit undir flipanum Skýrslur.

Hér veljum við að flokka “Eftir merkimiðum”, smellum á merkimiðann “Jólagjafir” og veljum tímabilið “Þessi mánuður”

Með þessu fáum við fullkomið yfirlit yfir hvernig útgjöld fyrir jólin skiptast niður. Í þessu dæmi erum við bara að skoða jólagjafir en auðvelt er að velja aðra merkimiða og skoða öll útgjöld sem tengjast jólahaldi.

Hér getum við séð nákvæmlega hvernig jólagjafirnar skiptast niður hjá okkur

Endilega skráðu þig inn á Meniga.is og merktu þínar færslur.

Gleðileg jól!

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.