Veist þú hvað þú greiðir mánaðarlega í áskriftir?

Flest erum við áskrifendur að hinu og þessu. Ég er til dæmis með áskrift að tónlistarveitunni Spotify, kvikmyndaveitunni Netflix, ég geymi gögn á Dropbox, greiði mánaðarlega í góðgerðarstarf hjá Unicef og svo mætti lengi telja.

Í flestum tilfellum eru þetta lágar upphæðir. Spotify áskrift á 2.163 kr., Dropbox á 1.448 kr. og Netflix á 1.190 kr. Þetta er þó fljótt að telja og í mörgum tilfellum eru þetta útgjöld af því tagi sem fólk er ekki endilega mjög meðvitað um. Ákveðin upphæð er dregin af kortinu í hverjum mánuði og því getur verið erfitt að fá heildaryfirsýn yfir hve mikið er að fara út af reikningnum.

Ég var því forvitinn að taka saman hvað þessar áskriftir væru að kosta mig mánaðarlega. Einföld leið til þess að halda utan um slík útgjöld er að merkja allar færslur sem tengjast þeim með merkmiða í Meniga. Þá býðst manni að fá myndræna framsetningu á gögnunum til þess að átta sig betur á því hvernig þessi útgjöld skiptast niður.

Svona lítur janúarmánuður út hjá mér

Eins og við er að búast fer stærstur hluti útgjalda í líkamsrækt og íþróttir. Flokkurinn “Áskriftir og miðlun” inniheldur í þessu tilfelli Spotify, Netflix og Dropbox. Heilt yfir þótti mér þetta nokkuð vel sloppið en ég var engu að síður forvitinn að komast að því hvernig þróunin væri á þessum útgjöldum hjá mér miðað við undanfarna mánuði.

Útgjöld með merkimiðanum “áskrift” yfir sjö mánaða tímabil.

Eins og sjá má á þessari mynd er þróun útgjalda í þessu flokki á uppleið hjá mér en ég greiddi um 60% meira í áskriftir í þessum mánuði en ég gerði í júlí í fyrra.

Líkt og á mörgum öðrum heimilum bættist við líkamsræktaráskrift í janúar, sem útskýrir stóra stökkið þar. Það er engu að síður heilbrigt að velta fyrir sér hvort þarna séu mögulega einhver óþarfa útgjöld þar sem ekkert af þessu skilgreinist sem nauðsynjavara. Einnig þarf maður að passa sig á að flest áskriftargjöld hækka smá saman og þar er kominn falinn kostnaður sem safnast saman þegar um hærri upphæðir er að ræða yfir lengri tímabil.

Ef þú vilt skoða þín eigin útgjöld á sama hátt er lítið mál að gera það en hér fyrir neðan eru leiðbeiningar:


Fyrst þarf að skrá sig inn á Meniga.is og fylgja svo þessum tveim skrefum.

  1. Setja merkimiða á þær færslur sem við viljum skoða. Við veljum flipann “Færslur” og rennum í gegnum færslurslanar okkar. Til að setja merkmiða á færslu smellum við á færsluna. Sjá hreyfimynd:
Hægt er að merkja margar færslur í einu með því að haka í gluggann vinstra megin

2. Þegar við höfum sett merkimiða á allar færslur sem við viljum skoða velum við flipann “Skýrslur”.

Við veljum að skoða útgjöld eftir merkimiðum og veljum merkimiðann “Áskrift”. Hægra megin má velja að skoða annað tímabil.

Þessa aðferð má svo að sjálfsögðu nota til þess að skoða hin ýmsu útgjöld, t.d. kostnað við veislur, gjafir eða hvað annað sem við viljum glöggva okkur nánar á.

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.