Vel heppnað Meniga námskeið í Íslandsbanka

Í morgun fór fram morgunverðarnámskeið í notkun Meniga í Íslandsbanka á Suðurlandsbraut. Meniga heldur reglulega námskeið í notkun kerfisins þar sem farið er yfir helstu virkni og hvernig nýta má Meniga til þess að ná utan um heimilisfjármálin.

Frá fundinum í morgun

Markmið okkar hjá Meniga er að hafa jákvæð áhrif á fjármálahegðun fólks og að hjálpa fólki með heimilisfjármálin. Við höldum því reglulega námskeið í notkun kerfisins og sýnum þar raunhæfar leiðir fyrir fólk til þess að ná utan um fjármál heimilisins, setja sér markmið og spara. Ef þú vilt koma á námskeið hjá okkur getur þú skráð þig í gegnum slóðina hér að neðan. Á námskeiðinu er farið yfir alla helstu virkni í Meniga og þar getur þú fengið aðstoð við að skrá þig inn í kerfið og lært á notkun þess.

Komdu til okkar í rjúkandi kaffibolla og kynntu þér hvernig Meniga getur gagnast þér!

Smelltu hér til að skrá þig