4,5G í loftið hjá Nova

Liv Bergþórsdóttir
novaisland
Published in
2 min readOct 10, 2017

Í dag settum við fyrstu 4,5G sendana í loftið.

4,5G er næsta kynslóð farsímakerfa og er Nova á meðal fyrstu símfyrirtækja í Evrópu til að hefja slíka þjónustu.

Nova hefur verið leiðandi þegar kemur að innleiðingu nýrra kynslóða fjarskiptatækni. Fyrirtækið setti upp fyrsta 3G farsímakerfið hér á landi árið 2006, hóf 4G þjónustu árið 2013 fyrst fyrirtækja og nú 4,5G þjónustu 10.10.2017

Hver ný kynslóð fjarskiptakerfa hefur haft í för með sér margföldun á hraða og þar með á notkunarmöguleikum farsíma, úrvali smáforrita og annarra samskipta. Ný öflugri fjarskiptakerfi ryðja brautina og gera nýjar framfarir mögulegar.

4,5G fjarskiptakerfi Nova mun þrefalda nethraða notenda að meðaltali frá 4G.

Nova hefur á síðustu vikum sett upp fyrstu 4,5G sendana og því geta þeir sem eru með nýjustu farsímana nú þegar tengst 4,5G kerfinu á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Við förum nú í það verkefni að fjölga 4,5G sendunum jafnt og þétt.

Nýjustu tegundir farsíma styðja 4,5G nethraða; má þar nefna Samsung S7 og Samsung S8, auk iPhone 8 og iPhone X sem er væntanlegur.

Netnotkun í farsímum viðskiptavina Nova hefur stóraukist milli ára og áætlað er að aukningin haldi áfram og vaxi um tugi prósenta á ári næstu árin. Það er fyrst og fremst streymi á lifandi myndefni í háum gæðum sem kallar á aukna afkastagetu fjarskiptakerfa.

Stóraukin netnotkun fólks í farsímum snertir Nova sérstaklega, sem stærsta veitanda farsímaþjónustu á Íslandi, en viðskiptavinir fyrirtækisins nota netið meira en viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja. Til marks um það þá fór 63,8% af allri netumferð í farsímum hér á landi í fyrra, um farsímakerfi Nova.

Samstarfsaðili Nova í uppbyggingu 4,5G fjarskiptakerfisins er alþjóðlega fyrirtækið Huawei Technologies en Huawai er leiðandi í þróun háhraða farsímatækni.

Nova áætlar að fjárfesta fyrir um 1 milljarð á ári næstu tvö árin. Megnið af fjárfestingum félagsins mun fara í uppbyggingu 4,5G kerfisins sem mun halda áfram allt til ársins 2020 en þá má búast við að fyrstu 5G sendar Nova verði teknir í notkun.

Sjá einnig: Nýtt hjá Nova: VoLTE HD hljóð- og myndsímtöl

--

--