Nova með hraðasta netið annað árið í röð!

Nova
novaisland
Published in
2 min readSep 12, 2018

Nova mælist með hraðasta farsímanetið og hraðasta heimanetið á Íslandi annað árið í röð samkvæmt Speedtest-hraðaprófi fyrirtækisins Ookla. Af því tilefni kom Jessica McCabe frá Ookla í heimsókn til okkar, afhenti verðlaunagripi og fékk að kynnast okkar starfi. Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova, Benedikt Ragnarsson yfirmaður fjarskipta og hluti af okkar frábæra starfsfólki veittu verðlaununum móttöku fyrir hönd starfsfólks Nova.

Nova mældist með hraðann 52,98 Mb/s á farsímaneti og 259.45 Mb/s hraða í gegnum ljósleiðara hjá Ookla og hlýtur því viðurkenningu fyrirtækisins fyrir hraðasta netið á fyrsta og öðrum ársfjórðungi ársins 2018.

Jessica McCabe frá Ookla og Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova

Ookla er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að mæla nethraða fjarskiptafyrirtækja á markaðnum og miðla þeim upplýsingum til neytenda. Meira en tíu milljónir mælinga eru framkvæmdar af neytendum á hverjum degi í öppum í símum, tölvum og öðrum tækjum og þegar þetta er skrifað hafa verið framkvæmdar meira en 20.000.000.000 (já 20 milljarðar) mælinga síðan fyrirtækið hóf mælingar. Hægt er að skoða niðurstöðurnar fyrir Ísland og fleiri lönd á vef fyrirtækisins hér.

Fyrir þá sem hafa ekki enn sótt sér appið er hægt að smella hér.

Myndir af niðurstöðusíðu fyrir íslenska markaðinn af vef Ookla

Þessar niðurstöður og sú staðreynd að Nova mælist með hraðasta netið annað árið í röð er mikið fagnaðarerindi fyrir okkur þar sem markmið Nova er að eiga ánægðustu viðskiptavinina á markaðnum. Í því felst m.a. að bjóða upp á hraðasta netið og við lítum svo á að öflug nettenging sé það eina sem einstaklingar og nútímaheimili þurfi í dag til að njóta afþreyingar.

Okkur er því ekkert að vanbúnaði og hrópum tvöfalt húrra fyrir þessum niðurstöðum og þökkum í leiðinni Jessicu fyrir ánægjuleg kynni og huggulega verðlaunagripi.

--

--

Nova
novaisland

Velkomin á stærsta skemmtistað í heimi!