Taktu betri myndir með Galaxy S9+!

Nova
novaisland
Published in
2 min readJul 19, 2018

Samsung Galaxy S9+ er með eina öflugustu snjallsímamyndavél á markaðnum í dag.

Töfraleg ljósopatækni, tvær linsur og góðar sjálfur.

Samsung eru fyrstir á markaðnum til þess að bjóða upp á 12 MP myndavél með F1.5 ljósopi sem þýðir að hún getur tekið frábærar myndir við lág birtuskilyrði.

Með töfralegri ljósopatækni sem Samsung líkir við hvernig mannsaugað stillir sig útfrá birtuskilyrðum getur myndavélin hoppað á milli F1.5 ljósops í lítilli birtu upp í F2.4 ljósop í mikilli birtu. Þannig kemur myndavélin í veg fyrir að myndirnar þínar verði of dökkar eða of bjartar. Í leiðinni getur þú skipt á milli víðlinsu og zoom linsu.

Ekki má gleyma sjálfumyndavélinni framan á símanum. 8MP myndavél með sjálfvirkum fókusstilli sem tekur bjartar og skarpar sjálfur!

Svo er síminn líka vatnsheldur. Sem kemur sér vel í íslenskum aðstæðum.

Mynd tekin á Samsung Galaxy S9+

Super slow-motion og 4K upptaka.

Einn magnaðist fítusinn í myndavélinni er super slow-motion fítusinn. Með honum getur þú tekið myndbönd á 960 römmum á sekúndu sem skilar sér í mjög skemmtilegum hægum myndböndum.

Ef þú vilt ofur upptökugæði getur þú tekið 4K myndbönd með OIS stabilizer sem hjálpar þér að halda myndböndunum stöðugum.

Notendavænt myndavélaapp.

Samsung er þekkt fyrir góða og notendavæna hönnun á myndavéla appinu sínu. Það sem stendur uppúr er svokallað “Pro mode” en það gerir þér kleift að kafa djúpt inn í stillingarnar á myndavélinni og stilla hana nákvæmlega eftir þörfum.

Með Samsung Galaxy S9+fylgja 50 GB. USB-C Stuðpinni. Endalaust Snapp á Íslandi. Ótakmörkuð símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu.

--

--

Nova
novaisland

Velkomin á stærsta skemmtistað í heimi!