Kristín Hrefna
Meniga Iceland
Published in
2 min readMay 30, 2015

--

Það geta ekki allir verið prúttarar

Ef þér finnst óþægilegt að biðja um afslátt þegar þú er að kaupa þér nýjan sófa, golfsett eða ferð fínt út að borða þá ættir þú að skoða Kjördæmi í Meniga.

Sumum finnst ekkert mál að standa við afgreiðsluborðið og biðja um afslátt og prútta niður verð á þeim hlutum sem þeir eru að kaupa. Við getum hins vegar ekki öll verið eins og Spánverjar á götumarkaði og sumum finnst mjög óþægilegt að biðja um afslátt við kassann en sjá kannski eftir því þegar þegar þeir eru komnir út í bíl.

Kjördæmin í Meniga virka þannig að þú færð sérstök kjör sem verslanir bjóða þér út frá fyrri neysluhegðun þinni. Þú færð því bara skilaboð frá fyrirtækjum þar sem þú ert dyggur viðskiptavinur nú þegar eða frá þeim sem líkjast þeim sem þú verslar venjulega við.

Fyrirtækin sem eru í samstarfi við Meniga bjóða reglulega notendum upp á afslátt ef verslað er hjá þeim. Í sumum tilfellum eru þessir afslættir upp í allt að 40-50%, án þess að þú þurfir að prútta neitt. Það er einmitt vegna þess að þú ert sérstaklega vænlegur viðskiptavinur fyrir það fyrirtæki vegna þess að þú hefur kannski ekki verslað þar áður og fyrirtækið hefur því sérstakan áhuga á að nálgast þig.

Það eina sem þú þarft að gera er að virkja Kjördæmið í Meniga appinu þínu eða á meniga.is og svo ferðu bara og verslar eins og venjulega. Starfsmaðurinn á kassanum veit ekki að þú ert með betri kjör en aðrir. Vinir þínir sem koma með þér í búðina vita ekki neitt. Þú getur meira að segja verið á sjóðheitu stefnumóti og fengið máltíðina á allt öðrum kjörum en matseðillinn segir til um. Þú borgar bara uppsett verð þegar þið eruð búin að borða en svo færðu afsláttinn endurgreiddan inn á reikninginn þinn 18. næsta mánaðar.

--

--