Ætti ég að kaupa hjól?

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland
Published in
3 min readSep 23, 2015

Ég á það til að vera eilítið eftir á í tískustraumum. Ég var t.d. ekki einn þeirra sem hjólaði um landið villt og galið í allt sumar. En núna, korter í vetur, hef ég allt í einu óstjórnanlega löngun til að verða hjólreiðamaður og gera reiðhjólið að mínum aðal ferðamáta.

Hjólreiðatímabilið er að klárast hjá flestum og því má finna fínt notað hjól á um 100.000 kr.; hjól sem ætla má að hægt sé að nota allan ársins hring (ef maður klæðir sig vel!). En hvað þarf ég að hjóla margar ferðir í vinnuna áður en það byrjar að borga sig fyrir mig?

Í gegnum Meniga hef ég aðgang að upplýsingum um hve miklu ég eyði í eldsneyti í hverjum mánuði. Undir flipanum “Skýrslur” sé ég að meðaleyðsla mín í flokknum Eldsneyti er um 50.000 kr. á mánuði.

Meniga.is: Skýrslur

Annað sniðugt forrit, DataDrive.is, gefur mér ýmsar upplýsingar um bensíneyðslu mína. Með því að tengja lítinn kubb í bílinn fæ ég yfirlit yfir ýmsa tölfræði, svo sem meðallengd hverrar bílferðar og krónutölu fyrir hverja ferð fyrir sig. Þannig get ég fengið mjög nákvæmar upplýsingar um hvað hver ferð kostar.

Vefsíða DataDrive.is

Í gegnum Data Drive fæ ég einnig upplýsingar um vegalengd hverrar ferðar. Ég keyri sem dæmi 10,5 km. í vinnuna á degi hverjum. 21 km. báðar leiðir. Hver ferð kostar mig að meðaltali 244 kr. eða 488 kr. báðar fram og til baka. Það gera 2.440 kr. á viku og 9.760 kr á mánuði. Ef ég myndi velja hjólið fram yfir bílinn gæti ég því sparað 117.102 kr. á ársgrundvelli. Eingöngu í bensínkostnað fyrir þessa einu ferð.

Ef ég myndi skipta bílnum algjörlega út fyrir hjól væri ég að horfa á sparnað upp á ~600.000 kr. árlega, bara í eldsneytiskostnað. Þar er ótalinn sparnaður á föstum gjöldum svo sem bifreiðagjöld, tryggingar, viðhald og viðgerðir o.s.frv. En þar sem það er tæpast raunhæfur kostur fyrir marga að losa sig algjörlega við bílinn miða ég aðeins við þessa leið mína í vinnuna.

Ég þarf því að hjóla í vinnuna í um það bil 10 mánuði áður en hjólið hefur greitt sig upp að fullu. Þá get ég nýtt sparnaðinn í næsta æði sem ég finn mér.

— — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — —

Vilt þú reikna út hve mikið þú getur sparað í eldsneyti?

Þú getur fengið yfirlit yfir eldsneytisnotkun þína á https://www.meniga.is.

Á vef Orkuseturs er síðan hægt að áætla hve mikið hver ferð kostar út frá bíltegund og vegalengd.

--

--

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland

Product owner @Meniga. Father of three, BJJ nerd and occasional MMA commentator.