Fylgstu með Sæunni setja sér markmið í Meniga!

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland
Published in
2 min readNov 13, 2015

Við hjá Meniga elskum að hjálpa fólki með fjármálin. Sæunn, 19 ára menntskælingur í MH, setti inn Twitter færslu í vikunni:

Eins og margir jafnaldrar hennar fer mikill peningur í skyndibita og afþreyingu. Fyrsta skrefið í átt að heilbrigðum fjármálum er þó alltaf að horfast í augu við raunveruleikann.

Fljótlega var Sæunn farin að hugsa á uppbyggilegri nótum:

Við ákváðum að bjóða henni í heimsókn til okkar og sýna henni hvernig hún getur notað Meniga til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Sæunn er mikill bíóáhugamaður og því gáfum við henni bíómiða og Meniga-límmiða.

Sæunn er nú búin að setja sér markmið í Meniga og í þessum mánuði ætlar hún að fylgjast með þeim tveim flokkum þar sem hún eyðir mest:

Áætlunin á forsíðu Meniga.is

Markmiðið hjá henni í þessum mánuði er að fara aðeins einu sinni í bíó (og þar getur hún nýtt boðsmiðana frá Meniga!) og að eyða undir 20 þúsund í skyndibita. Með þessum markmiðum gæti Sæunn sparað 50 þúsund á bíóferðunum og um 250 þúsund í skyndibita árlega.

Að auki erum við búin að lofa Sæunni fjórum bíómiðum í viðbót takist henni að standa við markmiðið. Endilega fylgist með hvernig henni gengur að standa við markmiðin á twitter.com/saeunnjodisss

Það er einfalt að setja sér markmið í Meniga. Skráðu þig á Meniga.is í dag og skoðaðu málið!

--

--

Guttormur Árni Ársælsson
Meniga Iceland

Product owner @Meniga. Father of three, BJJ nerd and occasional MMA commentator.