Fjártækni ryður sér til rúms — Hlaðvarp Rafmyntaráðs

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands
1 min readJul 2, 2019

Eins og margir vita hefur fjártækni verið á mikilli siglingu undanfarið. Nýjar lausnir eru að spretta fram sem í mörgum tilvikum þrýsta á breytingar hjá rótgrónum fyrirtækjum í fjártækni eins og bönkum.

Ég var heppinn að fá Gunnlaug Jónsson í heimsókn í hlaðvarpið til að ræða þessi mál betur en hann er framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.

Í þessu samtali ræddum við um hraða þróun í fjártækni, lægri þröskuld fjártæknifyrirtækja í krafti aðgengilegra regluverks, sköpunarandann eftir bankahrunið og hvernig þjónustuliðir bankanna eru að brotna upp í ýmis fjártæknifyrirtæki.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum eins og iTunes, Spotify og Google Music.

Fjártækniklasinn

Fjártækniklasinn er samfélag um framfarir í fjártækni. Tilgangur klasans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti af öllu tagi auðveldari og betri. Hann er samfélag þeirra sem starfa við fjártækni og vilja stuðla að aukinni verðmætasköpun, samkeppni og bættum lífskjörum.

Hlaðvarp Rafmyntaráðs fjallar um fjármálakerfið og tækni, ásamt hugvekju um ýmis mál. Nýr þáttur fer í loftið annan hvern þriðjudag og leitast er eftir að fá fjölbreytta viðmælendur til að ræða mikilvæg málefni.

http://podcast.ibf.is

--

--

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands

Managing Director of the Icelandic Blockchain Foundation. Into #mining. Host of the IBF Podcast #bitcoin #crypto #blockchain