Frumkvöðlalífið og meira um Bitcoin — Patrekur Maron Magnússon

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands
1 min readSep 10, 2019
Hlustaðu á iTunes, Spotify og Google Music

Patrekur M Magnusson er með BS. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og er einn af stofnendum vefstofunnar Mojo. Í gegnum árin hefur hann fetað frumkvöðlaveginn og m.a. tekið þátt í tveimur nýsköpunarhröðlum, stofnað þrjú fyrirtæki ásamt því að taka inn styrki og fjármögnun.

Í þessu samtali ræddum við um hvernig það er að vera frumkvöðull, þátttöku í nýsköpunarhröðlum, hvernig landslagið hefur breyst með að kaupa rafmyntir, myntkaup.is sem er nýr skiptimarkaður með rafmyntir á Íslandi ásamt áhrifum Bitcoin útgáfuhelmingunarinnar (e. halving) í maí á næsta ári.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum eins og iTunes, Spotify og Google Music.

Hlaðvarp Rafmyntaráðs fjallar um fjármálakerfið og tækni, ásamt hugvekju um ýmis mál. Nýr þáttur fer í loftið annan hvern þriðjudag og leitast er eftir að fá fjölbreytta viðmælendur til að ræða mikilvæg málefni.

Hægt er að senda okkur ábendingu um viðmælendur eða umræðuefni á netfangið ibf@ibf.is.

http://podcast.ibf.is

--

--

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands

Managing Director of the Icelandic Blockchain Foundation. Into #mining. Host of the IBF Podcast #bitcoin #crypto #blockchain