Rekjanleiki matvæla með bálkakeðjum — Hlynur Þór Björnsson

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands
1 min readAug 13, 2019
Hlustaðu á iTunes, Spotify og Google Music.

Hlynur Þór Björnsson er stjórnarformaður Rafmyntaráðs Íslands og er einnig einn af stofnendum rafmyntamarkaðarins isx.is. Hlynur hefur komið víða við í fjármálakerfinu en hann var áður yfirmaður áhættustýringar hjá Valitor, yfirmaður áhættustýringar hjá lífeyrissjóðnum Gildi, í áhættustýringu hjá Arion Banka og var einnig í fjárstýringu Landsbankans.

Í þessu samtali ræddum við um bálkakeðjur og hvernig hægt er að skrásetja og fylgja matvælum með hjálp þeirra en þessi tækni er að valda byltingu í gegnsæi og upprunarakningu matvæla. Hlynur vann meistaraverkefni í Iðnaðarverkfræði sem snéri að flutningastýringu lausfrystra sjávarafurða og er núna að skoða tækifæri til að nýta bálkakeðjur í landbúnaði og sjávarútveginum á Íslandi.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum eins og iTunes, Spotify og Google Music.

Hlaðvarp Rafmyntaráðs fjallar um fjármálakerfið og tækni, ásamt hugvekju um ýmis mál. Nýr þáttur fer í loftið annan hvern þriðjudag og leitast er eftir að fá fjölbreytta viðmælendur til að ræða mikilvæg málefni.

Hægt er að senda okkur ábendingu um viðmælendur eða umræðuefni á netfangið ibf@ibf.is.

http://podcast.ibf.is

--

--

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands

Managing Director of the Icelandic Blockchain Foundation. Into #mining. Host of the IBF Podcast #bitcoin #crypto #blockchain