Titringur á heimsmörkuðum, viðskiptastríð og neikvæðir raunvextir — Agnar Tómas Möller

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands
1 min readAug 27, 2019
Hlustaðu á iTunes, Spotify og Google Music.

Agnar Tómas Möller er forstöðumaður skuldabréfa og markaða hjá Júpíter. Hann er einnig annar stofnenda Gamma og starfaði þar sem sjóðstjóri og framkvæmdastjóri sjóða frá árinu 2009. Hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði frá árinu 2001 er hann starfaði í greiningardeild Búnaðarbanka Íslands. Á árunum 2004–2006 starfaði hann í áhættustýringu Kaupþings og frá árinu 2006 til byrjun árs 2008 í skuldabréfamiðlun Kaupþings. Agnar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Í þessu samtali ræddum við um viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, stöðuna í Evrópska hagkerfinu, áhrifin sem neikvæðir vextir hafa á heiminn, þrönga stöðu fjárfestingadeilda lífeyrissjóða, skipun nýs seðlabankastjóra á Íslandi og íslenska fasteignamarkaðinn.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum eins og iTunes, Spotify og Google Music.

Hlaðvarp Rafmyntaráðs fjallar um fjármálakerfið og tækni, ásamt hugvekju um ýmis mál. Nýr þáttur fer í loftið annan hvern þriðjudag og leitast er eftir að fá fjölbreytta viðmælendur til að ræða mikilvæg málefni.

Hægt er að senda okkur ábendingu um viðmælendur eða umræðuefni á netfangið ibf@ibf.is.

http://podcast.ibf.is

--

--

@kristjanmik
Rafmyntaráð Íslands

Managing Director of the Icelandic Blockchain Foundation. Into #mining. Host of the IBF Podcast #bitcoin #crypto #blockchain