Ert þú rekstraraðili sem varst í viðskiptum við Roomer PMS og þarft að leita nýrrar lausnar fyrir gististaðinn þinn?

The Booking Factory PMS er mögulega lausnin sem þú ert að leita að. Kerfið og allur grunnur þess er að fullu í eigu Origo hf sem stuðlar að því að rekstrarumhverfi kerfisins er stöðugt enda hefur Origo (áður Nýherji og TMSoftware) verðið í fararbroddi fyrir hugbúnaðarþarfir Íslendinga um áratuga skeið. Þess má geta að kerfið hét áður Cover PMS hérlendis en í lok síðasta árs keypti Origo grunninn að kerfinu frá Bretlandi og er það því eina gististaðakerfið sem er að fullu í eigu íslenskra aðila undir formerkjum The Booking Factory. Gististaðir sem nýta kerfið á heimsvísu eru komnir yfir þúsund þegar þessi orð eru rituð og við erum hvergi nærri hætt. Þú værir velkomin(n) í hópinn.

Innleiðingarteymi okkar er staðsett á Íslandi og getur aðstoðað með allt sem hlítur að því að flytja sig yfir til okkar enda þónokkrir núþegar búnir að koma yfir til okkar frá öðrum kerfum. Eftir innleiðingu er spjall innbyggt í kerfinu sjálfu sem er mannað af okkur hér á íslandi svo hægt sé að óska eftir leiðbeiningum ásamt auðvitað tölvupósti og síma. Þar að auki bætist sífellt í hjálpargreinasafn okkar fyrir þá sem kjósa að mennta sig sjálfir í þessum málum.

The Booking Factory er Gistikerfi (PMS) sem notað er í vafra og leitast í hvívetna við að hagræða og einfalda líf gististaða með sjálfvirknivæðingu og að tengjast öflugum þriðju aðilum sem geta hlaupið undir bagga þar líka. Það er enginn innleiðingar- eða tengikostnaður fyrir kerfið né nokkur íþyngjandi binditími.

Hversu flókið er að færa sig yfir til okkar?

Það er sáraeinfalt. Við aðstoðum þig við að setja upp herbergja- og verðflokka reksturs þíns í kerfinu okkar. Vopnuð lista yfir allar framtíðarbókanir þínar úr Roomer getum við svo hafist handa við að tengja þig við allar helstu sölurásir heims og setja gististaðinn þinn í loftið aftur án teljandi vandræða. Þú getur svo andað léttar og vitað að þú ert í öruggum höndum okkar með framhaldið. Ef þú vilt skoða betur hvernig ferlið er velkomið að skoða hér nokkrar greinar og myndbönd þess efnis.

Hvernig get ég prufað kerfið og hvað kostar þetta allt saman?

Vinsamlegast vertu í sambandi við okkur gegnum heimasíðuna okkar eða með því að senda okkur tölvupóst á hello@thebookinfactory.com . Við setjum á dagskrá innleiðingarspjall eða bara kynningu á kerfinu ef þú vilt skoða það með okkur áður en þú ákveður þig.

Verðið á kerfinu er frá 17.800kr (+vsk) á mánuði og byggist á fjölda herbergja gististaðarins en innifalið er eftirfarandi:

  • Hótelkerfið sjálft (PMS)
  • Innbyggð tenging við allar helstu sölurásir eins og (Booking.com, Expedia og Airbnb)
  • Bókunarvél fyrir heimasíðuna þína (engin þóknun)
  • Einföld heimasíða með hýsingu fyrir þá sem ekki eru með heimasíðu eða vilja skera niður kostnað
  • Greiðslugátt í gegnum Borgun og Valitor auk dulkóðunargeymslu kortaupplýsinga gegnum PCI Channex
  • Tenging við bókshaldskerfi DK, Xero og Reglu

Aðrir tengimöguleikar í boði:

  • POS kerfatenging t.d. Lightspeed, SalesCloud osfrv.
  • Room Price Genie tekjustýringarforrit
  • Upsell Guru
  • Abitari Kiosklausn
  • Abitari þernuapp

….ofl.

Ef þú ert klár og tilbúin(n) í slaginn með okkur?

1. Byrjaðu á því að skrá þig og skoða þig um hér. Án skuldbindingar.

2. Fylltu inn formið hér.

3. Og skoðaðu endilega Quick Setup Guide

4. Ef þú hefur einhverjar spurningar áður en við leggjum af stað, smelltu bara á spjallið inni í kerfinu eða með tölvupósti á hello@thebookingfactory.com

Innleiðingarteymi okkar verður svo í sambandi og hjálpar þér og þínum gististað að koma tvíefldur til baka eftir það sem á undan er gengið.

Við hlökkum til að fá þig í lið með okkur.

The Booking Factory-teymið

--

--