Er hæga vefsíðan þín að kála samfélagsmiðlaherferðinni þinni?

Sverrir Helgason
WebMo Design
Published in
3 min readMar 15, 2019

Oftar en ekki er árangur samfélagsmiðlaherferða mældur í árangri á miðlunum sjálfum, án þess að horft sé til hegðunar notenda eftir að þeir smella inn á lendingasíðuna. Staðreynd málsins er sú að þrátt fyrir ótrúlega flotta samfélagsmiðlaherferð, þá mun hæg vefsíða draga verulega úr sölusmellum eða annara aðgerða (e. conversions) notendanna þinna.

Fyrsta skrefið í að skapa fyrsta flokks notendaupplifun er að hafa vefsíðu sem hleðst snögglega upp. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að hraði vefsíðna (e. page load speed) skiptir mun meira máli en þig gæti grunað.

Nokkrir lykilpunktar úr rannsókninni:

  • Meirihluti neytenda finnast þeir vera þolinmóðari en þeir eru í raun — þeir yfirgefa síður mun hraðar en þeir héldu sjálfir.
  • Nær 70% af neytendum sögðu að snerpa vefsíðu hefði áhrif á hvort þau versluðu við viðkomandi netverslun eða ekki.
  • Meirihluti markaðsfólks leggur ekki áherslu á hraða lendingasíðna, þrátt fyrir að gera sér grein fyrir mikilvægi þess.

Fyrir áhugasama, þá eru hér 11 ástæður þess að “hæga vefsíðan þín” er að kála samfélagsmiðlaherferðinni þinni.

11 ástæður þess að hæg vefsíða kemur niður á herferðum á samfélagsmiðlum.

  1. 85% lendingasíðna úr nýlegri rannsókn voru lengur en 5 sekúndur að hlaða sér inn. Google mælir með 5 sek eða minna.
  2. Meðal vefsíða hefur tvöfaldast í stærð á síðastliðnum 3 árum, á meðan internethraði hefur nánast staðið í stað.
  3. Notendur á mobile tækjum bíða að meðaltali 15 sekúndur eftir að síða hlaðist inn.
  4. Helmingur vefsíðunotenda yfirgefa síðuna ef að hún tekur yfir 3 sekúndur að hlaðast inn.
  5. Nær 75% neytenda vefverslanna sögðust geta beðið í 4 sekúndur áður en þau myndi loka síðunni; Greiningargögn frá Google leiddu í ljós að flestir loka síðunni eftir 3 sekúndur.
  6. Android notendur eru þolinmóðari en iOS notendur! 61% Android notenda voru til í að bíða allt að 13 sek eftir að síða hlóðst upp, á meðan 36% iOS notendenda biðu svo lengi.
  7. Nær 70% af neytendum sögðu að snerpa vefsíðu hefði áhrif á hvort þau versluðu við viðkomandi netverslun eða ekki.
  8. 36% notenda eru ólíklegri til að fara aftur á vefsíðu sem hlóðst hægt upp í fyrsta sinn.
  9. Notendur hafa yfirleitt gaman af fallegri hönnun og hreyfingu, en meirihluti aðspurðra sögðust vilja fórna báðu fyrir aukna snerpu.
  10. Um 50% notenda sögðust reyna að endurhlaða (e. refresh) síðu einusinni þegar hún tæki 3 sekúndur að hlaðast upp, á meðan 22% sögðust loka glugganum og 14% sögðust fara á síðu samkeppnisaðila.
  11. 81% af markaðsfólki vissu að snerpa vefsíðunnar þeirra hafði áhrif á sölur, en viðurkenndu að leggja ekki áherslu á að leysa það.

Ef samfélagsmiðlaherferðin þín er ekki að skila sér í sölu eða skráningu, þá gæti vandinn legið í hægri vefsíðu. Notendur eru orðnir góðu vanir og verða sífellt óþolinmóðari — ef þeir smella á efni frá þér á samfélagsmiðlum og fá ekki snarpa upplifun, þá munu þeir loka síðunni og mögulega opna síðu samkeppnisaðilanna!

*Greinin byggir á grein um sama efni frá vinum okkar í www.socialmediatoday.com.

--

--

Sverrir Helgason
WebMo Design

Viðskiptafræðingur — Sérfræðingur í Starfrænni Markaðssetningu