Hvað er þetta Apple WWDC?

Fólk sem fylgist með fréttum af tæknimálum hefur eflaust tekið eftir fjölda frétta af Apple vörum síðustu daga og rekist ítekað á skammstöfunina WWDC. Apple WWDC17 stendur fyrir Apple World Wide Developer Conference 2017, sem er árleg ráðstefna fyrir þá sem þróa hugbúnað fyrir Apple tæki eins og iPhone, iPad og Apple tölvur svo eitthvað sé nefnt.

Apple heldur þessa ráðstefnu árlega til þess að kynna hvað er framundan hjá þeim á sviði hugbúnaðar og vélbúnaðar ásamt því að standa fyrir fjölda fyrirlestra, vinnustofa fyrir hugbúnaðarfólk og verðlaunaathöfnum fyrir verkefni sem hafa staðið uppúr á árinu. Það sem vekur oftast mesta athygli eru uppfærslur á stýrikerfunum iOS og macOS og hvaða nýju möguleikar opnast fyrir þar en síðustu ár hafa minni kerfi eins og tvOS og watchOS einnig fengið aukna athygli.

Ráðstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir forritara, hönnuði og aðra sem koma að hugbúnaðargerð fyrir Apple vörur sem hefur vaxið gríðarlega síðustu ár og þá sérstaklega með auknum vinsældum iPhone og iPad. Apple bíður einnig stærstu tæknifréttaveitum heimsins að koma og fylgjast með og eykst fréttaflutningur í kringum ráðstefnuna alltaf með hverju árinu. Munurinn á kynningum á þessari ráðstefnu og á hefðbundnum kynningum Apple er að á WWDC er oft verið að kynna hluti sem eiga marga mánuði eftir í þróun og prófunum sem og nýja tækni og tól sem forritarar eiga eftir að nýta sér til að þróa allskonar nýungar, þó að umfjöllunum fréttamiðla mætti stundum skilja sem að um tilbúnar vörur og nýjungar sé að ræða.

HomePod hátalarinn hefur vakið mikla athygli

Þetta árið stendur hátalarinn HomePod uppúr, en það er hátalari sem tengist tónlistarveitunni Apple Music ásamt því að tengjast Siri og HomeKit sem getur stjórnað ýmsum snjalltækjum eins og snjöllu ljósaperunum frá Philips Hue sem dæmi. Einnig voru kynntar uppfærslur á flestum tölvulínum, nýr iMac Pro, nýr iPad Pro, iOS 11, macOS High Sierra og fleira og fleira sem er hreinlega efni í annan pistil.

Við hjá WebMo Design fylgjumst ávallt spennt með WWDC og nýjungum í heimi snjalltækjanna og erum alltaf til í að setjast niður með kaffibolla og ræða um snjalltækjalausnir.

WebMo Design

Our ramblings about all things digital marketing, web and mobile

Jón Hilmar Gústafsson

Written by

Front-End developer and User Experience Enthusiast

WebMo Design

Our ramblings about all things digital marketing, web and mobile