Nýjung hjá Snapchat — Bein tenging við Amazon

Sverrir Helgason
WebMo Design
Published in
1 min readOct 5, 2018

Nýlega sendi Snapchat vestanhafs út fréttatilkynningu í stærri kantinum; Nú er hægt að leita að og kaupa vörur á Amazon, beint í gegnum linsuna á Snapchat!

Þetta kemur mörgum eflaust ekkert stórkoslega á óvart, sérstaklega í ljósi sambærilegra nýjunga, Pinterest með Lens og hjá Instagram með Shopping viðbótina í Explore, en sú síðarnefnda er nú í boði í 44 löndum.

Samkvæmt Snapchat, virkar viðbótin einfaldlega þannig að notandinn beinir myndavélinni að vöru eða strikamerki, og heldur inni á skjánum. Snapchat leitar þá eftir vöru með sama eða sambærilegt útlit á Amazon og birtir allar helstu upplýsingar á hentugu spjaldi.

Nördarnir hjá TechCrunch eru að sjálfsögðu búnir að prófa þetta fyrir okkur.

Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá Snapchat og hvort að þessi snjalla lausn hægi á eða snúi við lækkun virkra notenda á miðlinum. Ljóst þykir að mikilvægi tenginga samfélagsmiðla og vefverslunar heldur áfram að aukast og aðgengi neytenda að vöruupplýsingum og kaupum verður sífellt þægilegra.

Á meðan þróuninni fleytir fram úti í hinum stóra heimi, getum við hér heima látið okkur dreyma um að fá að prófa viðbótina í bili, reynslan kennir okkur að líklegast séu amk. nokkrir mánuðir í það ;)

--

--

Sverrir Helgason
WebMo Design

Viðskiptafræðingur — Sérfræðingur í Starfrænni Markaðssetningu