Notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum

Guðmundur Tómas Axelsson
WebMo Design
Published in
2 min readMay 23, 2019

Samkvæmt könnun Zenter rannsókna er Facebook sá samfélagsmiðill sem Íslendingar nota mest eða 93%. Aðrir miðlar eru töluvert á eftir, Youtube með 71%, Snapchat 67% og Instagram 55%.

Hvaða samfélagsmiðla hefur þú notað síðastliðinn mánuð?*

Mynd 1: Aldur, 18–65+

Þegar aldursskipting er skoðuð breytist myndin töluvert. Ungt fólk á aldrinum 18–24 ára notar samfélagsmiðla almennt mun meira en þeir sem eldri eru. Er þá lítill munur á notkun Facebook (96%), Youtube (93%), Snapchat (93%) og Instagram (88%).

Mynd 2: Aldur, 18–24 ára

Þegar elsti hópurinn er skoðaður eða 55 ára og eldri þá er notkunin langmest á Facebook eða 88%. Aðrir miðlar eru töluvert á eftir, Youtube með 46%, Snapchat með 35% og Instagram 24%.

Mynd 3: Aldur 55+

Samkvæmt rannsókninni ná auglýsendur til allra aldurshópa á Facebook en þurfa klárlega að huga að öðrum miðlum eins og Youtube, Snapchat og Instagram þegar kemur að yngri hópum.

Snapchat notkun er enn óvanalega mikil á Íslandi miðað við tölur sem sjást í öðrum löndum. Má þar nefna að samkvæmt samantekt Statusbrew eru notendur Instagram nær fjórfalt fleiri en notendur Snapchat, eða 1 milljarður notenda á móti 255 milljónum.

*Um rannsókn

Zenter rannsóknir kannar reglulega notkun samfélagsmiðla hjá Íslendingum og hefur sent út vikulegar kannanir um það málefni frá júní 2018. Fjöldi svara miða við svör sem hafa borist síðustu 90 daga og byggja á viðhorfi 1.244 Íslendinga, 18 ára og eldri á öllu landinu. Gögn eru vigtuð út frá kyni, aldri og búsetu til að hægt sé að alhæfa niðurstöður með 95% vissu. Nánari upplýsingar um rannsókn er að finna hjá trausti@zenter.is

--

--