Stærðasafn fyrir Samfélagsmiðla og Google netið 2019

Sverrir Helgason
WebMo Design
Published in
4 min readJan 23, 2019

Réttu stærðirnar (e. dimensions) fyrir grafískt efni og video á samfélagsmiðlum skiptir höfuðmáli, bæði hvað skýrleika varðar en líka til að koma efninu þínu í kostaðar birtingar á öllum birtingasvæðum samfélagsmiðla og Google.

Hér að neðan finnið þið samantekt WebMo Design á leiðbeinandi stærðum fyrir samfélagsmiðlanna og Google Display fyrir 2019.

Facebook

Réttar stærðir fyrir Facebook fyrir 2019:

  • Prófíl mynd: 180 x 180 / 1:1
  • Cover mynd: 851 x 315
  • Mynd með hlekk (e. link image): 1200 x 628 eða 1080x1080
  • Mynd án hlekks: 1200 x 900
  • Highlighted mynd: 1200 x 717
  • Viðburðarmynd (e. event cover): 1920 x 1080
  • Facebook myndband: 1280 x 720
  • Auglýsingastærð: 1200 x 628, 1080x1080 , 1080x1920

Gott að hafa í huga (Færslur á Facebook):
Þó svo að leiðbeinandi stærð fyrir Facebook Feed sé 1200x628 er einnig hægt að notast við 1080x1080. Með því móti er t.d. hægt að samnýta grafík á Facebook og Instagram.

Gott að hafa í huga (Sponsored content):
Þegar grafík er valin fyrir auglýsingafærslur (e. Facebook ads) ætti að keyra myndina í gegn um Facebook Image Text Check en allt kostað efni ætti að fá grænt “OK” frá Facebook.

Lægra skor skilar sér í lélegri dreifingu efnisins og hærri birtingakostnaði.

Gott að hafa í huga (Facebook Story): Skiljið um 14% eftir af myndinni (250 px af botninum) alveg auða, þ.e. án texta og merkja til að forðast skörun Call To Action takka / link takka og texta eða grafík.

Instagram

Réttar stærðir fyrir Instagram fyrir 2019:

  • Prófíl mynd: 180 x 180
  • Instagram myndastærðir: 1080 x 1080 (kubbur), 1080 x 566 (landscape), 1080 x 1350 (portrait)
  • Instagram Story stærð: 1080 x 1920
  • Instagram Video (lágmarksstærð): 600 x 600 (kubbur), 600 x 315 (landscape), 600 x 750 (portrait)
  • Hámarkslengd myndbands: 60 sek
  • Lágmarksstærð myndar í kostaða færslu: 500px á breidd

Gott að hafa í huga (IG Feed): Myndir á Instagram Feed koma langt best út í kassa formatti, en þar hefur 1080x1080px lengi verið notað með góðum árangri.

Gott að hafa í huga (IG Story): Skiljið um 14% eftir af myndinni (250 px af botninum) alveg auða, þ.e. án texta og merkja til að forðast skörun Call To Action takka / link takka og texta eða grafík.

LinkedIn

Réttar stærðir fyrir LinkedIn fyrir 2019:

Fyrirtækjasíður:

  • LinkedIn fyrirtækja lógó: 300 x 300
  • LinkedIn cover mynd: 1536 x 768 (eða 4:1)
  • LinkedIn Dynamic Ad stærð: 100 x 100
  • Mynd í kostaða færslu: 1200 x 628

Einstaklingssíður:

  • LinkedIn prófíl mynd: 400 x 400
  • LinkedIn bakgrunnsmynd: 1584 x 396
  • LinkedIn færslumynd: 1200 x 1200 (desktop) 1200 x 628 (mobile)
  • LinkedIn færslumynd með hlekk (e. link post): 1200 x 628
  • LinkedIn myndbandsstærð: 256 x 144 (lágmark) til 4096 x 2304 (hámark)
  • Hámarkslengd myndbands: 10 mín

Gott að hafa í huga: LinkedIn býður uppá að hlaða myndum í ýmsum stærðum sem svo er hægt að laga til (e. crop). Okkar reynsla er þó að 1200x628 komi best út á öllum skjástærðum

Twitter

Réttar stærðir fyrir Twitter fyrir 2019:

  • Twitter prófíl mynd: 150 x 150
  • Twitter haus mynd: 1500 x 500
  • Twitter færslumynd: 1024 x 512
  • Twitter card mynd: 1200 x 628
  • Twitter myndbandsstærð: 720 x 720 (kubbur), 1280 x 720 (landscape), 720 x 1280 (portrait)
  • Hámarkslengd myndbands: 140 sek
  • Twitter kostuð færsla (mynd): 1200 x 675
  • Twitter kostuð færsla (myndband): 720 x 720 (kubbur), 1280 x 720 (landscape), 720 x 1280 (portrait)

Gott að hafa í huga: Twitter myndir stækka upp í fulla stærð þegar smellt er á þær, því er hægt að samnýta square myndir af hinum samfélagsmiðlunum, en þær munu ekki sjást að fullu á twitter feed-inu fyrren smellt er á þær.

Google Display Ads

Í sannleika sagt hafa stærðir display borðanna ekki breyst í þónokkurn tíma. Taflan hér að neðan hefur þó reynst okkur ótrúlega vel, en hún sýnir hvaða borðar henta á hvaða birtingasvæði Google Display netsins.

Gott að hafa í huga (Stærðir og nákvæmni): Google eru frekar erfiðir þegar það kemur að nákvæmni — því þurfa borðarnir að vera nákvæmlega eftir stærðunum hér að ofan. Einn pixel til eða frá, (t.d. 321x50) skilar villu og kerfið tekur ekki á móti borðanum.

Gott að hafa í huga (þyngd efnis): Google borðarnir þurfa að vera 150kb eða minna til þess að kerfið taki á móti þeim.

Við vonum að þessi samantekt einfaldi ykkur lífið og flýti fyrir efnisvinnslu!
Ef eitthverjar spurningar kvikna, hvetjum við ykkur til að senda okkur línu Facebook!

*Við notuðumst við gögn frá vinum okkar í Falcon.io og Google við vinnslu greinarinnar :)

--

--

Sverrir Helgason
WebMo Design

Viðskiptafræðingur — Sérfræðingur í Starfrænni Markaðssetningu