Stærðasafn fyrir Samfélagsmiðla og Google netið 2020

Guðmundur Tómas Axelsson
WebMo Design
Published in
5 min readJan 17, 2020

Réttu stærðirnar (e. dimensions) fyrir grafískt efni og video á samfélagsmiðlum skipta miklu máli. Réttar stærðir tryggja að efnið komist í kostaðar birtingar á öllum birtingasvæðum samfélagsmiðla og Google (að því gefnu að efnið sjálft uppfylli kröfur miðlanna). Eins nýta algóritmar samfélagsmiðla auglýsingar betur með réttum stærðum.

Samfélagsmiðlar

Snillingarnir í WebsiteHub hafa tekið saman stærðir fyrir myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árið 2020. Hér má sjá myndræna framsetningu á þeirra samantekt. Neðar má svo finna góð ráð með nánari upplýsingum um stærðir og Google Display Ads.

Hér má finna samantekt WebsiteHub í heild sinni:
2020 Social Media Image Sizes Cheat Sheet

Góðar ábendingar varðandi stærðir á samfélagsmiðlum

Hér má finna ítarlegri umfjöllun um stærðir en ofangreind mynd sýnir.

Facebook

  • Prófíl mynd: 180 x 180 pix / 1:1
  • Cover mynd: 820 x 312 pix
  • Mynd með hlekk (e. link image): 1200 x 628 pix eða 1080x1080 pix
  • Mynd án hlekks: 1200 x 628 pix eða 1200 x 630 pix eða 1080x1080 pix
  • Highlighted mynd: 1200 x 717 pix
  • Viðburðarmynd (e. event cover): 1920 x 1080 pix
  • Facebook myndband: 1200 x 630 pix (Bæði lárétt 16:9 og lóðrétt 9:16) eða 1080 x 1080 pix (1:1), hámarks stærð 4GB, format MP4 / MOV, lengd hámark: 240 min.
  • Auglýsingastærð: 1200 x 628 pix, 1080x1080 pix , 1080x1920 pix(story)

Gott að hafa í huga (Færslur á Facebook):
Þó svo að leiðbeinandi stærð fyrir Facebook Feed sé 1200x628 pix einnig hægt að notast við 1080x1080 pix. Með því móti er t.d. hægt að samnýta grafík á Facebook og Instagram.

Gott að hafa í huga (Sponsored content):
Þegar grafík er valin fyrir auglýsingafærslur (e. Facebook ads) ætti að keyra myndina í gegn um Facebook Image Text Check en allt kostað efni ætti að fá grænt “OK” frá Facebook.

Lægra skor skilar sér í lélegri dreifingu efnisins og hærri birtingakostnaði.

Gott að hafa í huga (Facebook Story): Skiljið um 14% eftir af myndinni (250 px af botninum) alveg auða, þ.e. án texta og merkja til að forðast skörun Call To Action takka / link takka og texta eða grafík.

Hér má finna nánari upplýsingar um videó stærðir á Fecbook:
Facebook Ad Sizes and Specifications 2020 | The Complete Cheat Sheet

LinkedIn

Fyrirtækjasíður:

  • Fyrirtækja lógó: 300 x 300 pix
  • Square logo (sést þegar leitað er að fyrirtæki): 60 x 60 pix
  • Cover mynd / Back Ground image: 1536 x 768 pix (eða 4:1)
  • Hero Image: 1128 x 376 pix
  • Logo size for ads: 100 x 100 pix
  • Mynd í kostaða færslu: 1200 x 627 pix

Einstaklingssíður:

  • Linkedin prófíl mynd: 400 x 400 pix
  • Linkedin bakgrunnsmynd: 1584 x 396 pix
  • Linkedin færslumynd: 1200 x 1200 pix eða 1200 x 628 pix
  • Linkedin færslumynd með hlekk (e. link post): 1200 x 628 pix
  • Linkedin myndbandsstærð: 256 x 144 pix (lágmark) til 4096 x 2304 pix (hámark)
  • Hámarkslengd myndbands: 10 mín

Gott að hafa í huga:
LinkedIn býður uppá að hlaða myndum í ýmsum stærðum sem svo er hægt að laga til (e. crop). Okkar reynsla er þó að 1200x627 pix komi vel út á öllum skjástærðum.

Hér má finna nánari upplýsingar um stærðir á LikedIn:
LinkedIn image sizes

YouTube

  • Channel Cover Picture: 2560 x 1440 pix (desktop), 1855 x 423 pix (tablets), 1546 x 423 pix (smartphones), og 2560 x 1440 pix (TV)
  • Video Uploads: 1280 x 720 pix
  • Best er að nota 16:9 aspect ratio fyrir video sem hlaða á upp

Hér má finna nánari upplýsingar um stærðir á YouTube:
The Perfect YouTube Video Size for 2020: Dimensions, Resolution, and Aspect Ratio

Instagram

  • Prófíl mynd: 110 x 110 pix
  • Photo Thumbnails: 161 x 161 pix
  • Instagram myndastærð: 1080 x 1080 pix
  • Instagram Story stærð: 1080 x 1920 pix
  • Instagram Video: 600 x 600 pix to 1080 x 1080 pix (1:1), format MP4 / MOV, má ekki vera stærra en 4GB og ekki lengra en 120 sekúndur
  • IGTV: 1080 x 1920 pix

Gott að hafa í huga (IG Feed):
Myndir á Instagram Feed koma langt best út í kassa formatti (1:1), en þar hefur 1080x1080px lengi verið notað með góðum árangri.

Gott að hafa í huga (IG Story):
Skiljið um 14% eftir af myndinni (250 px af botninum) alveg auða, þ.e. án texta og merkja til að forðast skörun Call To Action takka / link takka og texta eða grafík.

Hér má finna ítarlega útlistun á stærðum fyrir Instagram:
Instagram Image Size and Dimensions: What Practices Should I Follow? (2020)

Twitter

  • Twitter prófíl mynd: 400 x 400 pix
  • Twitter haus mynd: 1500 x 500 pix
  • Twitter færslumynd: Mobile: 1200 X 675 pix
    Desktop:
    1200 X 600 pix(2:1), 1200 X 800 pix(3:2) eða 1200 X 1200 (1:1)
  • Twitter myndbandsstærð: 720x1280 pix(lóðrétt/portrait), 1280x720 pix(lárétt/landscape), 720x720 pix(kubbur/square), format: MP4 or MOV, hámarks stærð: 1GB, hámarks lengd: 2 mín og 20 sek

Gott að hafa í huga:
Þegar mynd verður stærri en 1:1 t.d.1200 X 1400 pix þá kroppar Twitter myndina í 1:1.

Hér má finna nánari upplýsingar um stærðir á Twitter:
Advertiser creative specifications

Pinterest

  • Prófíl mynd: 165 x 165 pix
  • Board Display Image: 222 x 150 pix
    Pin Sizes: Breidd 238 pixels

Snapchat

  • Geofilter: 1080 x 1920 pix

Google Display Ads

Stærðir

Stærðir display borða hafa lítið breyst síðustu ár. Taflan hér að sýnir helstu stærðir Google Display netsins.

Gott að hafa í huga (Stærðir og nákvæmni):
Google eru frekar nákvæmir þegar það kemur að stærðum — því þurfa borðarnir að vera nákvæmlega eftir stærðunum hér að ofan. Einn pixel til eða frá, (t.d. 321x50) skilar villu og kerfið tekur ekki á móti borðanum.

Gott að hafa í huga (þyngd efnis):
Google borðarnir þurfa að vera 150kb eða minna til þess að kerfið taki á móti þeim.

Hér má finna nánari upplýsingar um Google Display Ads stærðir:
About common sizes for display ads

Smart Responsive Display Ads

Smart Display Ads gerir notendum kleift að hlaða upp myndefni og vörumerkjum/lógóum og segja Google hvað eigi að nota í hvaða tilgangi og sleppa alveg við að búa til sérstaka display bannera.

Hægt er að láta Gooogle skanna heimasíðu, facebook, twitter og aðrar síður sem tengjast þínu vörumerki. Google nær þá í efni af þessum stöðum sem síðan er hægt að nota í auglýsingar á Google Display netinu.

Við vonum að þessi samantekt einfaldi ykkur lífið.

Gangi ykkur vel!

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega hafið samband: www.webmodesign.com
gummi@webmodesign.com

--

--