User-generated Content líklegra til árangurs

Guðmundur Tómas Axelsson
WebMo Design
Published in
3 min readFeb 27, 2019
Starbucks er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur náð frábærum árangri með því að nýta sér efni frá neytendum (e. User-generated Content).

Í dag má segja að framleiðsla efnis eða efnissköpun skiptist í þrjá megin flokka:

  • Hefðbundin framleiðsla sem auglýsingastofur, framleiðslufyrirtæki o.fl. búa til, oftast til að búa til ímynd (e. Brand-created Content, Stock Images etc.)
  • Efni sem áhrifavaldar (e. Influencers) búa til
  • Efni sem neytendur búa til sjálfir (e. User-generated Content)

User-generated Content er efni sem neytendur skapa sjálfir og þeir dreifa á hina ýmsu miðla s.s. samfélagsmiðla, wiki síður o.fl. Efnið er getur verið í hvaða formi sem er, t.d. myndir, myndbönd, textar, podcast o.fl.

Burberry: “Art of the Trench”

Fyrirtæki hafa nýtt sér User-generated efni í all nokkurn tíma og er fræg herferð Burberry frá 2009, “Art of the Trench”, þar sem fyrirtækið hvatti neytendur sem höfðu keypt sér hinn fræga Burberry rykfrakka til að hlaða inn mynd af sér á Facebook síðu fyrirtækisins. Árangurinn var magnaður en fylgjendum fyrirtækisins á Facebook fjölgaði í yfir milljón manns sem þótti mjög mikið á þessum tíma, auk þess að verða stærsta tískumerkja Fecebooksíða þess tíma. Netsala jókst um 50% og var herferðin svo árangursrík að Burberry ákvað að endurnýta herferðina árið 2014.

Rannsókn: Neytendur vs. markaðsfólk

Alþjóða fyrirtækið Stackla (www.stackla.com) gerði afar áhugaverða rannsókn núna í byrjun árs 2019 á muninum á viðhorfum neytenda annars vegar og markaðsfólks hins vegar til efnissköpunar á stafrænni öld. Munurinn á því hvernig neytendur og markaðsfólk upplifir efni er töluverður og má segja að hóparnir séu mjög ósammála.

Samkvæmt rannsókninni þá hafa áhrif efnis sem er framleitt á hefðbundinn hátt og efni frá áhifavöldum minnkað þegar kemur að kauphegðun. Á sama tíma hefur efni sem kemur frá neytendum (e. User-generated Content) aukin áhrif á kauphegðun.

Þegar spurt er um ákvörðunum um kauphegðun þá segir 79% fólks að efni frá neytendum hafi mikil áhrif, á meðan aðeins 13% segja efni framleitt á hefðbundinn hátt hafa mikil áhrif á sig og 8% efni frá áhrifavöldum.

Neytendur vilja raunverulegt/ekta efni (e. Authentic Content)

Raunverulegt/ekta efni (e. Authentic Content) hefur aldrei skipt meira máli. 90% neytenda telja skipta máli að efni sé “ekta”. Neytendum og markaðsstjórum greinir á um hvaða efni sé “ekta” (Authentic).

Lang flest markaðsfólk eða 92% telur sig búa til efni sem flokkast mætti sem “ekta” (Authentic) á meðan einungis 51% neytenda eru á sömu skoðun.

Hér má sjá dæmi um myndir sem notaðar voru í auglýsingaskyni frá annars vegar neytanda og hins vegar úr myndabanka.

Efni frá neytendum (e. User-generated Content) hefur umbylt ferðaiðnaðinum. Sem dæmi má nefna þá hefur 86% fólks fengið áhuga á að ferðast til ákveðinna staða eftir að hafa séð efni frá vinum og ættingjum á samfélagsmiðlum. Sömu þróun má sjá í öðru geirum s.s. veitingageira.

Fyrir þá sem vilja skoða rannsóknina í heild sinni: “BRIDGING THE GAP:
Consumer & Marketer Perspectives on Content in the Digital Age.”

--

--