The market economy is the social system of the division of labor under private ownership of the means of production. Everybody acts on his own behalf; but everybody’s actions aim at the satisfaction of other people’s needs as well as at the satisfaction of his own. Everybody in acting serves his fellow citizens. Everybody, on the other hand, is served by his fellow citizens. Everybody is both a means and an end in himself, an ultimate end for himself and a means to other people in their endeavors to attain their own ends.
- Ludwig von Mises
Í síðasta kafla ræddi ég ítarlega um pening og hvernig tiltekin markaðsvara peningavæðist, en eftir því sem okkur fjölgar leitumst við eftir að sérhæfa okkur til að hámarka afköst okkar og til þess að geta átt möguleika á slíku þurfum við pening til þess að geta leyst vandamál víxllangana og stundað silvirk viðskipti. Sú vara sem leysir þau vandamál hvað best verður fyrir vikið að pening og við sem aðilar í okkar markaðshagkerfi leitumst eftir að lágmarka þörfina fyrir óþörfum viðskiptum og fyrir vikið nota aðeins eina tegund af pening, ekki marga ólíka gjaldmiðla.
Markaðshagkerfi er samfélsagsskipan þar sem stór hópur fólks getur unnið saman að efnahagslegri framleiðslu með því að skapa vörur og þjónustur fyrir hvort annað og hagnast öllum þeim sem koma þar að, allt að fúsum og frjálsum vilja og laust frá þvingunum og einræði að hálfu nokkurs yfirvalds. Þannig er markaðurinn skilvirkasta og friðsælasta samfélagsskipan mannsins sem bætir líf okkar allra.
Líkt og ég fór yfir í kafla mínum um viðskipti að þá eykur sérhæfing okkar afköst óendanlega. Ef við tökum öfgafulla dæmið að þá erum við ekki mjög skilvirk ef við þurfum að framleiða og verða okkur úti um allt það sem við þurfum til þess að lifa af, því er ekki nokkur maður sem ræktar allan þann mat sem hann neytir samhliða því að fella þau tré sem hann þarf til að byggja þak yfir höfði sér. Þökk sé verkaskiptingar gerir samfélagið okkur kleift að sérhæfa okkur í tilteknu starfi gegn greiðslu. Þannig þarf tannlæknirinn ekki að hafa áhyggjur af því hvernig hann veiðir sér til matar eða heldur sér hlýjum í köldum veðrum, hann einfaldlega kaupir sér mat og fasteign til að lifa í.
Þegar við tökum þátt í markaðshagkerfinu erum við leitast stanslaust eftir því að bjóða öðru fólki upp á vörur eða þjónustur sem þau meta til virðis, í stað þess hvað við sjálf metum til virðis. Þannig leitumst við eftir að þjóna öðrum til þess að geta bætt okkar eigið lífsviðurværi, því ef við einbeitum okkur að því að þjónusta aðra að þá erum við með óendanlega marga aðra í kringum okkur sem einbeita sér að því að þjónusta okkur sömuleiðis. En í einangrun er okkur sama um þarfir annarra því við þurfum stanslaust að færa okkur sjálfum það sem við metum til virðis, en ekki öðrum.
Í þessum og komandi skrifum mun ég byrja að tala meira og meira um samfélagslega siðmenningu, því hún er beintengd afurð kapítalisma og markaðshagkerfa, því um leið og þú ferð að stunda viðskipti við aðra aðila á markaðnum myndast hvati hjá þér að færa þeim það sem þau þurfa og þar með vera annt um þeirra vellíðan, sökum þess að því betur sem þú getur fullnægt þörfum annara að þá munu þau borga þér betur fyrir sem fyrir vikið gerir þér kleift að svala þínum þörfum enn betur. Slíkt þvingar þig óbeint friðsælla samskipta og samvinnu, sem fyrir vikið gerir þig að siðmenntuðum einstaklingi. Þannig fæðist siðmenning, og er hún því ekki einhver samsæriskenning sem nauðsynleg er til þess að við getum þolað hvort annað, heldur er hún okkur nauðsynleg til þess að geta lifað af.
En hver er hvatinn fyrir okkur til að vinna saman með öðrum og taka þátt í markaðshagkerfinu? Hann kemur ekki frá þvingunum, miðstýrðu ríkisvaldi eða samfélagslegra reglna sem við þurfum að fylgja, hann er ekki tilkominn vegna þess að við eru svo dygg og viljum vera góð við aðra, hvatinn er aðeins tilkominn vegna þess að hann hagnst okkur og okkar eigin hagsmunum. Því samvinna ókunnugra er ekkert annað en efnahagsútreikningar sem við framkvæmum með einum samnefnara: pening. Allar okkar gjörðir eru framkvæmdar með tillitil til penings og þess sem við metum til virðis, og án penings eru engir markaðir til.
Þegar verð eru mæld með einni tegund af vöru (pening), erum við fær um að bera saman verð ólíkra vörutegunda með því að meta virði þeirra huglægt og taka þar með neyslu- og framleiðslutengdar ákvarðanir. Líkt og ég ræddi í kafla mínum um virði að þá getum við ekki mælt virði tölulega því engir fastar ná yfir mannlega hegðun, og getur sérhver einstaklingur aðeins mælt virði með röðun og þannig framkvæmir hann efnahagslega útreikninga; með því að bera saman öll verð við hans persónulegu forgangsröðuðu óskir.
Neysluvörur
Þar sem við mælum virði ólíkra vörutegunda með röðun, skilgreinum við svokallaðan virðiskvarða, eða öllu heldur gildiskvarða, sem sýnir okkur virði ólíkra vörutegunda á peningalegan hátt. Við getum raðað virði með því að bera aðeins saman vörur við hvor aðra, þ.e. hvort við kjósum epli, banana eða appelsínur hverju sinni, en þegar við skoðum markaðshagkerfið í heild sinni að þá er dæmið líkara raunveruleikanum þegar við röðum virði með tilliti til penings.
Á mynd 1 sjáum við dæmi um raðaðan gildiskvarða einstaklings fyrir nautakjöt (ath. að þetta dæmi gerir aðeins ráð fyrir neyslu og engri endursölu til einföldunar). Dæmið getur auðvitað breyst frá manni til manns en í þessu tilfelli afmörkum við gildiskvarðann við $30 fyrir fyrsta pundið af nautakjöti sem tiltekinn einstaklingur er tilbúinn að borga fyrir það. Það þýðir að ef viðkomandi hyggst kaupa nautakjöt að þá er hann tilbúinn að borga hvað mest fyrir fyrsta pundið, og verðmetur hann það því hærra en $30.
Við vitum að jaðarnýtni hvers punds af nautakjöti fer dvínandi eftir því sem við borðum meira af því, þar sem fyrsta pundið kemur í veg fyrir að við sveltum, annað pundið kemur í veg fyrir næringaskort, þriðja pundið er til þess að halda okkur vel nærðum, 4. pundið veitir okkur næga orku til vinnu, og alveg þar til 9. pundið er okkur tilgangslaust og erum við því ekki tilbúin að borga $1 fyrir það.
En hvað segir þetta okkur? Aðeins það að hver og einn skilgreinir fyrir sig sitt gildismat og raðar því eftir sinni hentusemi hverju sinni, því allt virði er huglægt.
Út frá gildiskvarðanum getum við skilgreint svokallaða eftirspurnartöflu, sem sýnir okkur að ef einstaklingur myndi fá frítt nautakjöt að þá gæti hann aðeins borðað 8 pund af því á hverjum degi, ef hann þyrfti aðeins að borga $1 fyrir pundið myndi hann borða 7 pund, ef hann þyrfti að borga $12 fyrir pundið myndi hann aðeins borða 3 pund og alveg þar til hann þyrfti að borga $31 fyrir pundið að þá myndi hann sleppa því að borða nautakjöt.
Út frá þessu getum við teiknað eftirspurnarferil sem sýnir okkur hvernig gildiskvarði einstaklings breytist eftir því hve mikið hann þarf að borga fyrir nautakjötið.
Eins og grafið sýnir á mynd 3 að þá er ferillinn með neikvæðan halla (línan leitar niður á við), og er neikvæði halli ferilsins á grafinu kallaður eftirspurnarlögmálið.
Eftirspurnarlögmálið
Þegar verð tiltekinnar vöru hækkar, minnkar eftirspurninn eftir henni sömuleiðis. Eftirspurnarferill leitar því alltaf niður á við eða helst láréttur, hann getur ekki leitað upp á við því eftirspurn getur ekki vaxið eftir tiltekinni vöru samhliða hækkandi verði. Dæmið okkar hér að ofan nær aðeins yfir einn tiltekinn einstakling sem hjálpar okkur að skilja betur samspilið milli framboðs og eftirspurnar frá fyrstu lögmálum, en þegar við skoðum markaðinn í heild sinni erum við að vinna með stærra mengi einstaklinga.
Mynd 4 sýnur okkur töflu með áætlaðri eftirspurn eftir nautakjöti á markaðnum sem samanstendur af 100 einstaklingum. Þó svo þetta sé einfaldlega margföldun með 100 af tölunum á mynd 2 að þá gefur hún okkur betri feril en við sáum á mynd mynd 3.
Mynd 5 gefur okkur því línulegri feril sem sýnir okkur myndrænt betri áætlun á því hversu mörg pund af nautakjöti seljast á markaðnum sem samanstendur af 100 fólki. En það er ekki nóg að skoða bara hvernig vörur seljast heldur líka hvernig framleiðsla þeirra þróast meðfram ólíkum vöruverðum.
Það er mikilvægt að átta sig á því að sá sem framleiðir tiltekna vöru þarf að fjármanga þá framleiðslu, því engin framleiðsla er frí þar sem hún krefst tíma mannsins, grunn allrar verðmætasköðunar. Því gildir það allstaðar að því hærra sem hægt er að selja tiltekna vöru á, að þá leitast tiltekinn framleiðandi eftir því að framleiða hana í auknum mæli, þannig græðir hann mest á sinni framleiðslu og er sömuleiðis fær um að auka við hana með auknu kapítali.
Mynd 6 sýnir okkur þar gott dæmi um hvernig búfjárræktandi er tilbúinn að láta frá sér meira af sínum búfé eftir því sem hann færa meira fyrir sitt kjöt. Fyrir $1 er hann ekki tilbúinn að láta af hendi sér neitt kjöt, fyrir $2 aðeins 10 pund, fyrir $3 er hann tilbúinn að láta af hendi sér 30 pund og alveg þar til hann fær $6 fyrir pundið er hann tilbúinn að láta af hendi sér 70 pund. Ef hann fengi aðeins $5 fyrir pundið af nautakjöti að þá myndi það ekki svara kostnaði fyrir hann að láta af hendi sér 70 pund.
Eftir því sem verð hækka, getur tiltekin framleiðandi boðið upp á meira af sinni vöru þar sem hann getur fjármagnað enn frekari framleiðslu, því slíkt krefst fleir starfsmanna og meira af kapítali til að sinna framleiðslunni. Mynd 7 sýnir okkur hvernig tiltekinn búfjárræktandi er fær um að framleiða meira af nautakjöti eftir því sem hann fær meira fyrir sína framleiðslu.
Mynd 8 sýnir okkur myndrænt hvernig tiltekinn framleiðandi fer úr því að framleiða 0 pund af nautakjöti þegar hann fær aðeins $1 fyrir hvert pund sem hann framleiðir upp í 70 pund þegar hann getur selt hvert pund á $6, og þó svo hann geti fengið meira fyrir nautakjötið sitt að þá getur hann einfaldlega ekki framleitt meira því framleiðsla hans er einfaldlega orðin mettuð. Þetta gefur okkur framboðslögmálið.
Framboðslögmálið
Eftir því sem verð tiltekinnar vöru hækkar, eykst hvati framleiðandans til þess auka framleiðslu sína á henni. Afleiðingin er að framboðið eykst og leitar því framboðferillinn aðeins upp á við.
Líkt og ég tók dæmi um áðan þegar ég sýndi hvernig eftirspurnin á markaðnum er þegar við höfum 100 eftirspyrjendur, getum við sömuleiðis tekið dæmi um hvernig framboðið er á markaðnum sem samandstendur af 10 framleiðendum, sem við sjáum á mynd 9.
Á mynd 10 sjáum við svo hvernig framboðsferillinn verður línulegri í samanburði við þrepin sem við sáum á mynd mynd 8.
Leitin að jafnvægi
Ef við teiknum mynd 5 og 10 á sama graf sjáum við hvar framboðs- og eftirspurnarferlarnir skerast og ná þar með jafnvægi. Mynd 11 sýnir okkur samanburð á framboðsferli og eftirspurnarferli markaðsins, á meðan eftirspurnarferillinn fer alltaf vaxandi að þá fer framboðsferillinn alltaf lækkandi og á endanum mætast ferlarnir í einum punkti.
Ef ferlarnir mætast hinsvegar ekki að þá höfum við engan markað fyrir vörunni, dæmi fyrir slíkar vörur væru kökur gerðar úr mold, þar sem lítil sem engin eftirspurn er eftir moldarkökum að þá er enginn að fara að hefja framleiðslu á slíkum kökum, því þú þarft mold, og búnað til þess að búa til moldarkökur en það er lítið annað sem þú gætir mögulega gert við moldarkökur en að hrekkja einhvern með þeim. Því myndi eftirspurnin byrja nálægt núlli og leita strax niður í núllið, og myndi kostnaður framleiðslunnar byrja ofan við upphafspunkt eftirspurnarinnar.
Það að ferlarnir mætist í ákveðnum punkti skilgreinir jafnvægi á markaðnum, sem í þessu dæmi er þegar þegar markaðurinn greiðir $4 fyrir pundið. Ef að búfjárræktandinn byrjar að rukka meira fyrir kjötið sitt endar hann í offramleiðslu því hann nær ekki að selja allt sitt kjöt, og ef hann fer að rukka minna nær hann ekki að svara eftirspurn markaðsins og þá myndast vöruskortur.
Þó svo þetta dæmi sé einfalt og auðvelt að sýna myndrænt hvernig markaðurinn virkar að þá er þetta það sem hlutverk framleiðandans (með hjálp frumkvöðulsins) gengur út á, að selja vörur á því verði og í því magni sem markaðurinn er tilbúinn að borga fyrir, því ekki er það hagstætt fyrir neinn að það sé vörurskortur eða offramleiðsla. Það er sömuleiðis mikilvægt að horfa á jafnvægið á markaðnum sem ekki einhvern lokapunkt eða endastöð, heldur sem síbreytilegt ferli sem gengur út á að uppgötva og vinna úr aðstæðum sem stanslaust eru að breytast. Því eru verðbreytingar á mörkuðum ekkert annað en náttúrulegt fyrirbæri í stanslausri leit að jafnvægi.
Í raunveruleikanum hefst framleiðandi sjaldan við það athæfi að búa til slíka ferla og finna jafnvægispunkta, slíkt væri tímasóun og það eina sem framleiðandi þarf að gera er að átta sig á hvort hann sé að selja það sem hann framleiðir eða ekki. Þetta dæmi er mikil einföldun og endurspeglar því ekki hvernig markaðurinn virkar í raunheimi, en dæmið veitir okkur engu að síður mjög öfluga innsýn inn í hvernig hann virkar.
Breytt eftirspurn
Þeir þættir sem geta haft áhrif á breytta eftirspurn eru t.d. breytingar á löngunum fólks; ef ný matreiðslubók kemur út og verður mjög vinsæl og bókin er uppfull af uppskriftum sem gerðar eru úr eplum að þá eykst eftirspurnin eftir eplum samhliða. Sömuleiðis hafa laun, auður, keppinautar, og verð á öðrum vörutegundum og þjónustum öll áhrif á eftirspurn.
Þegar laun og auður hækkar, færist eftirspurnarferillinn til hægri fyrir hefðbundnar vörur, því þegar fólk hefur meira á milli handanna að þá er það betur í stakk búið fyrir óvissum framtíðarinnar og er þar af leiðandi líklegra til þess að neyta síns auðs. Aukinn auður fólks færir eftirspurnarferillinn til vinstri fyrir óæðri vörur, líkt og sólblómaolíur því fólk myndi þá kjósa að öllum líkindum að neyta góðrar ólífuolíu í staðin, sömuleiðis myndi fólk kjósa að kaupa nýkreistan appelsínusafa í stað safa sem blandaður er úr þykkni ef það hefur efni á því.
Sömuleiðis getur eftirspurn vöru A lækkað samhliða minkandi eftirspurnar á vöru B, slíkar vörur köllum við stoðvörur. Sem dæmi ef Cornflakes myndi hækka mikið í verði vegna uppskerubrests á maís að þá myndi eftirspurnin lækka sömuleiðis, á sama tíma myndi eftirspurnin eftir mjólk sömuleiðis minka (eftirspurnarferillinn færist til vinstri, E2 verður að E1 á mynd 12), vegna þess að fólk kaupir sjaldan Cornflakes án þess að kaupa mjólk með og þegar fólk neytir umtalsvert minna af Cornflakes að þá minkar sömuleiðis þörfin og þar með eftirspurnin eftir mjólkinni.
Önnur tegund af vörum sem við höfum eru samkeppnisvörur, þar sem minkuð eftirspurn eftir vöru A hefur í för með sér aukna eftirspurn eftir vöru B, og eru þar appelsínur og epli gott dæmi; fólk kaupir oftast epli og appelsínur í svipuðum mæli, en ef verð á eplum myndi skyndilega tvöfaldast myndi fólk að öllum líkindum draga verulega úr neyslu sinni á eplum og fyrir vikið lækka þeirra eftirspurn. Í staðin myndi fólk byrja að neyta meira af appelsínum, og þar með auka eftirspurnina eftir þeim (eftirspurnarferillinn færist til hægri, E1 verður að E2 á mynd 12).
Breytt framboð
Sömuleiðis eru þættir sem geta haft áhrif á breytt framboð af tilteknum vörum, og vega þar mest framleiðslukostnaður og verð á öðrum vörum sem framleiðandi getur framleitt. Ef að framleiðslukostnaður eykst að þá getur tiltekinn framleiðandi framleitt minna af tiltekinni vöru á hvaða verði sem hann kýs að selja vöruna á. Hinsvegar ef framleiðslukostnaðurinn minkar að þá getur framleiðandi framleitt meira af tiltekinni vöru á öllum mögulegum verðum sem að kýs að selja hana á.
Framleiðslukostnaður getur lækkað ef tiltekinn framleiðandi finnur skilvirkari leiðir til sinnar framleiðslu. Sem dæmi ef bóndi fer úr því að plægja akur sinn með hestum yfir í að nota dráttarvélar að þá er augljóst að bóndinn getur notað öflugari vélar til að plægja ásamt því að þær eru áreiðanlegri en þrjóskir og þverir hestar geta verið.
Sömuleiðis getur framleiðslukostnaður aukist ef verð á tilteknum áburði hækkar eða hann er gerður ólöglegur, slíkt hefur í för með sér að bóndi þarf að finna annan dýrari eða jafnvel óskilvirkari áburð en hann notaði fyrir.
Einnig getur breyting í vöruverði á öðrum vörum haft áhrif á það hvaða vörur tiltekinn framleiðandi framleiðir. Sem dæmi ef eplabóndi verður var við að appelsínur verða skyndilega mjög eftirsóttar og hagkvæmari fyrir hann að framleiða, að þá getur hann tekið þá ákvörðun að taka upp nokkur af sínum eplatrjám og planta appelsínutrjám í staðin, þar sem þau eru arðbærari fyrir hann.
Markaðir framleiðsluvara
Á meðan neysluvörur eru metnar til virðis af neytendum, þar sem þeir taka tillit til sinna eigin langana og síns eigins auðs, að þá eru framleiðsluvörur (kapítal, land og vinnuafl) metnar til virðis af framleiðendum, sem eru óháðar þeirra eigin löngunum, því framleiðendur fjárfesta ekki í framleiðsluvörur til þess að njóta þeirra eða neyta þeirra, heldur til þess að beyta þeim í framleiðslu og framleiða neysluvörur fyrir neytendur.
Því þurfa framleiðendur, með hjálp frumkvöðulsins, að vera færir um að framkvæma slíka efnahagsútreikninga að allar þeirra fjárfestingar í framleiðsluvörum skili þeim meiri tekjum en þær kostuðu þá. Hvort sem það er í formi fjárfestinga eða lántöku. Þá mun framleiðandi kaupa tiltekna vél, eða kaupa tiltekið landsvæði, eða ráða tiltekinn starfskraft, eða taka lán fyrir til tiltekinni starfsemi ef hann sér framm á að afurð þess muni skila honum meiri tekjum en það kostaði hann.
Þannig ræður þú ekki inn tiltekinn starfsmann ef afköst hans svara ekki hans launakostnaði, því er mikilvægt að framleiðendur borgi ekki starfsfólki tekjur sem það heldur að það eigi að borga því, heldur hvað svarar kostnaði. Því ef þú borgar of lág laun að þá ræður fólk sig ekki til starfa hjá þér, en ef þú borgar vel að þá skapast samkeppni um að vinna fyrir þig.
Grunnforsenda okkar samfélaga og siðmenningar er samvinna fólks, okkar afköst aukast eftir því sem fleira fólk er fært um að vinna saman og er það sem aðskilur okkur frá öðrum dýrum; við vinnum saman sem heild og njótum öll góðs af afrakstrinum fyrir vikið.
Fullveldi neytandans
Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að framleiðendur, eða öllu heldur kapítalistar, eru stanslaust að finna út leiðir til þess að þjóna neytandanum betur. Um leið og þeim mistekst að færa fólki vörur eða þjónustur sem fólk metur ekki til virðis fara framleiðendur að sóa sínu kapítali. Það er því ekkert mikilvægara fyrir kapítalista en að svara þörfum markaðsins, sem samanstendur af almennum borgurum. Kapítal er því ekki illur hlutur sem kapítalistar eiga og nota til þess að spilla okkar samfélagi, heldur er það ábyrgð sem aðeins lifir af ef þeim tekst að nýta það í að þjóna almenningi.
Því er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir rót þeirrar spillingar sem ríkir í okkar samfélagi, þar sem ósjálfbærum fyrirtækjum er ítrekað framfleitt að hálfu hins opinbera í formi skattaafsláttar, eða lagasetningar sem stjórnmálamenn með skerta sjálfsmynd setja í von um að fá hrós eða laun fyrir frá kollegum sínum og lobbíistum, slíkar aðgerðir lofa oft bættum lífsgæðum og breyttu veðurfari þó svo slík rök haldi engu vatni.
Verð eru ekki tól sem framleiðendur nota til þess að stýra okkur neytendum, heldur erum það við sem neytendur sem höfum fullveldi yfir því hvort við verslum við tiltekinn framleiðanda eða ekki. Verð eru áætluð af framleiðendum sem þurfa að taka tillit til kostnaðar á sínu vinnuafli, landi, framleiðsluvörum og ánægju sinna fjárfesta. Í frjálsu markaðshagkerfi, þar sem stofnanir og fyrirtæki hljóta ekki bætur og fjármagnanir frá hinu opinbera, eru neytendur konungar markaðsins því þeir ákvarða hvaða vörur og þjónustur svala þeirra þörfum hvað best.
Verð eru því ákvörðuð af framleiðendum í þeirri von um að geta haldið starftækum rekstri áfram sem neytendur á markaðnum kjósa um með sínu gildismati. Um leið og hið opinbera fer að ákvarða fyrir okkur verð á vörum og þjónustum, með því að ákvarða lágmarkslaun eða hvað tilteknar vörur meiga hækka mikið í verði yfir gefið tímabil, skerða þau í leiðinni svigrúm fyrir framleiðendur að svala þörfum fólks eftir bestu getu sem ýmist endar með vöruskorti eða offramleiðslu á vörum sem vinnur gegn hagsmunum almennings.