Bankar og skuldir

Ishmael
12 min read3 days ago

--

Every kind of human arrangement is connected in some way or other with money payments. And, therefore if you destroy the monetary system of a country or of the whole world, you are destroying much more than simply one aspect. When you destroy the monetary system, you are destroying in some regards the basis of all interhuman relations. If one talks of money, one talks about a field in which governments were doing the very worst thing which could be done, destroying the market, destroying human cooperation, destroying all peaceful relations between men. [1]

- Ludwig von Mises

Í þessum kafla mun ég halda áfram að ræða um starfsemi penings í kapítalísku hagkerfi, en umfangsefnið er útlána- og bankastarfsemi, og mun ég ræða útlán frá því sjónarmiði sem Mises skilgreindi sem hrávörurútlán (e. commodity credit), en mikill munur liggur á hrávöruútlánum og lánsfé í umferð (e. circulation credit).

Hrávörutútlán skilgreinum við sem útlán sem samsvarar fullri bindiskyldu bankans, og köllum við slíkt kerfi heildarforðakerfi (e. full reserve banking), slíkir bankar lána þá aðeins út það fé sem viðskiptavinir þeirra hafa lagt inn og stunda þar með enga peningaprentun. Nútíma lánastarfsemi gengur meira og minna út á það að auka sem mest við lánsfé í umferð samhliða því að viðhalda tilsettri bindiskyldu sem seðlabankinn setur hverju sinni, sem dæmi hækkaði SÍ bindiskyldu lánastofnanna úr 2% í 3% í Apríl sl. [2]. Slík lánastarfsemi tilheyrir kerfi sem við köllum brotaforðakerfi (e. fractional reserve banking), og mun ég ræða afleiðingar slíkrar áhættustarfsemi frekar í næsta kafla.

Í síðasta kafla um tímaval ræddi ég hvernig það að lækka tímaval sitt er nauðsynleg forsenda þess að geta frestað neyslu nútíðar og sparað, en frestuð neysla gerir okkur kleift að safna upp kapítali, sem eigiðfé fellur undir, og lána það svo síðar út. Rétt eins og kartöflubóndi sem borðar allar sínar kartöflur á engar kartöflur til að setja niður fyrir næstu uppskeru, að þá getur engin lánað út eigiðfé án þess að hafa fyrst frestað sinni neyslu og sparað það upp. Þessi grunnskilningur á hugtakinu tímaval er nauðsynlegur til þess að getað áttað sig betur á því hvernig peningur virkar og þar af leiðandi útlánastarfsemi banka í heildaforðakerfi.

Tímaval og eiginfjárstaða samfélagsins eru beintengd fyrirbæri, því afleiðing lækkaðs tímavals er frestuð neysla og þar með uppsöfnun á eigiðfé. Því meira eigiðfé sem fólk situr á, því minni verður jaðarnýtni hverrar krónu, sem fyrir vikið hvetur fólk til fjárfestinga í arðbærum fyrirtækjum.

Líkt og ég ræddi í kaflanum um viðskipt, að þá kennir dæmisaga Robinson Crusoe og Friday okkur að ábáti viðskipta ávalt gagnkvæmur. Sú saga kennur okkur einnig að þeir félagar geta ekki aukið við fiskveiðar sínar án þess að fresta tíma sínum, og þar með neyslu, til þess að útbúa betri og skilvirkari veiðarfæri, en til að bæta sín lífsskilyrði þurfa þeir fyrst að lækka tímaval sitt. Sú saga á jafn vel við í okkar stóra og veigamikla alþjóðahagkerfi, því aukin afköst eru forsenda bættra lífsskilyrða.

Bætt lífsskilyrði gera okkur kleift að lækka tímaval okkar enn frekar, en þó svo að bætta lífsskilyrði sé huglægt mat, að þá getum við öll verið sammála því að ekki er hægt að bæta lífsskilyrði sín án þess að útrýma óvissum framtíðarinnar að einhverju leiti.

Bankar

Starfsemi banka er í einföldum skilningi tvíþætt, en hlutverk þeirra er fyrst og fremst er að bjóða upp á þjónustuna við að varðveita og geyma sparnað fólks gegn gjaldi, slíka starfsemi þarf ekki að útskýra neitt ítarlega enda er hún nokkuð óáhugaverð ef hún er framkvæmd heiðarlega, en það fylgir því alltaf áhætta að einhverju leiti að geyma sitt fé sjálfur; heimili okkar eru hönnuð til að búa í en ekki til að geyma mikla fjármuni, þar sem þau eru berskjölduð fyrir innbrotum. Þetta skapar þörfina fyrir sérhæfðri þjónustu, sem innistæðubankar taka að sér, og greiðir fólk fyrir slíka þjónustu sem tryggir öryggi fjármuna þeirra frekar en að neyðast til að bera ábyrgðina þar sjálf á.

Hin starfsemi banka gengur út á að úthluta fjármagni í arðbærar fjárfestingar, og köllum við slíka banka fjárfestingabanka, en það að sjá til þess að fjármagni sé úthlutað rétt í fjárfestingar sem skila arðsemi er vinna útaf fyrir sig og þökk sé verkaskiptingu skapar hún sérhæft starf. Því á það ekki að vera í verkahring almennings að rannsaka markaðinn og hvaða fyrirtæki skila hagnaði og hver ekki, rétt eins og það á ekki að vera í verkahring allra að gera við tennur eða byggja hús. Restin af þessum kafla mun fara í að ræða starfsemi fjárfestingabanka í heildarforðakerfi.

Skuldir

Fjárfestingabankar sérhæfa sig í að úthluta fjármagni viðskiptavina sinna til frumkvöðla í formi lána, sem keppast um að þróa vörur eða bjóða upp á þjónustur sem auka afköst okkar til framtíðar á sem bestan máta. Þannig bera fjármagnseigendur enga ábyrgð á því að úthluta sínu fjármunum sínum til arðbæra fjárfestinga, því bankinn er milliliður þeirra og frumkvöðlanna. Þetta ferli er að sjálfsögðu engin trygging á að allar fjárfestingar skili hagnaði þar sem áhætta fylgir ætíð öllum lánveitingum og fjárfestingum.

Til þess að banki geti þjónað þeim tilgangi að vera aðeins milliliður fjármagnseigenda og frumkvöðla, að þá er algjört grunnskilyrði að banki gefi ekki út lán umfram sínar innistæður, eða eins og Mises orðaði það:

The credit that the bank grants must correspond quantitatively and qualitatively to the credit that it takes up. More exactly expressed, ‘the date on which the bank’s obligations fall due must not precede the date on which its corresponding claims can be realized.’ [3]

Um leið og banki lánar út fjármagn umfram það sem fjármagnseigendur hafa lagt inn í bankann, eða þeir gefa út lán með gjalddaga síðar en gjalddagi ávöxtunarinnar, að þá fylgir bankinn ekki lengur fullri bindiskyldu, heldur eru þeir farnir að auka við lánsfé í umferð.

Munurinn á milli fjármagnseigenda sem lána út sitt fé til fjárfestinga, og frumvöðlanna sem taka við slíku fjármagni er tímaval þeirra. Fjármagnseigandinn hefur þá lægra tímaval en frumkvöðullinn, sökum þess að hann er tilbúinn til að fresta sinni nútíðar neyslu í von um framtíðar gróða. Frumkvöðullinn hinsvegar, sem sömuleiðis er í leit að framtíðar gróða, krefst fjármagns í nútíð til þess að geta átt möguleika á framtíðar gróða. Þessi munur á tímavili þeirra og eignarfjárstöðu hjálpar þeim að komast að samkomulagi um að stunda viðskipti með hjálp vaxta.

Einokaðir stýrivextir

Nútíma hagfræði kennir okkur að vextir séu áætlaðir af miðstýrðum og einokuðum seðlabönkum, þá slá þær ákvarðanir ekki í takt við vilja fólks heldur eru þær undir fáeinum og útvöldum einstaklingum innan slíkra stofnana komið. Stýrirvextir eru eitt af tólum seðlabankans til að stýra þenslu á markaðnum, og eru þeir þá bæði orsök og viðbrögð við breyttri og óviðunnandi þenslu.

Þá er það undir hverjum og einum komið að ákvarða hvort hann taki lán eða fresti sinni neyslu undir tilsettu stýrivaxtastigi, og er slík ákvörðun háð tímavali einstaklings hverju sinni. Sem dæmi ef markaðsvextir eru 9% að þá þarf tímaval einstaklings sem vill spara að vera lægra en sem því nemur, en ef það er hærra að þá tekur viðkomandi lán.

Eins og ég ræddi í kaflanum um mannlega hegðun að þá er hagkerfið síbreytilegt og því ekki ómögulegt að áætla gang þess áreiðanlega til framtíðar. Ástæðan er sú að það er ógerlegt að endurtaka og prófa hagfræðilegar tilgátur því engir fastar eða staðlaðar einingar eru til staðar í fræðinni. Hagkerfið er hægt að hugsa sem fall af ástandi nútíðar, sem háð er síbreytilegri mannlegri hegðun. Þar af leiðandi er hagkerfið í eðli sínu óstöðugt og er því ógerlegt að ætla að miðstýra gangi þess eða neyslu án þess að hefta í leiðinni frelsi einstaklinga til að finna ómiðstýrða bestu lausn hverju sinni.

Þá velta margir eflaust því fyrir sér hver setur vexti á frjálsum markaði, því í dag eru vextir einmitt notaðir sem viðbragðstól við því ástandi sem ríkir í hagkerfinu hverju sinni og eru algjörlega óháðir tímavali fólks innan þess. Þetta gerir nútíma stýrivexti að tóli til að stýra og stjórna neyslumynstri fólks innan hagkerfisins. Markmið þeirra hugarfimleika sem nútíma ríkishagfræðingar fást við innan seðlabankanna er í raun ekkert annað en fráleit tilraun til að viðhalda stöðuleika á tilsettum gjaldmiðli, en sá meinti stöðuleiki virðist vera fólgin í því að gjaldmiðillinn tapi kaupmætti sínum stöðugt.

Vextir á frjálsum markaði

Hægt er að horfa á vexti á frjálsum markaði sem náttúrulega birtingarmynd tímavals allra einstaklinga innan samfélagsins, eða eins og Hans-Herman Hoppe orðaði það:

The market rate of interest is the aggregate sum of all individual time-preference rates reflecting the social rate of time preference and equilibrating social savings (i.e., the supply of present goods offered for exchange against future goods) and social investment (i.e., the demand for present goods thought capable of yielding future returns). [4]

Eftirspurn eftir fjármagni er óendanleg, því það er alltaf auðveldara að koma með (ósjaldgæfar) viðskiptahugmyndir en að fresta neyslu og spara. Þá er aðgengi fjármagns háð vilja fólks til að lána það út, en vextir endurspegla í raun það verð sem sett er á tímann sem fjármagnseigandi afsalar sér þegar hann lánar út sið eigiðfé.

Ein af frumsemdum austurríska skólans er sú að allir kjósa neyslu í nútíð umfram mögulega framtíðar neyslu, því framtíðin er okkur alltaf óljós í ljósi þess að hún gæti aldrei orðið af veruleika, því er sagt að betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Það að lána út fjármagn krefst þess að fjármagnseigandi afsali sér tíma til að geta nýtt tiltekið eigiðfé, ásamt því að taka áhættu á að fá ekki fé sitt greitt til baka að fullu. En þessi afsalaði tími og áhætta eru metin til verðs, sem birtist í vaxtagjöldum. Því eru vextir ekki aðeins álagning eða ábati, heldur endurspegla þeir þá staðreynd að tíminn sem líður á meðan fjármagnið er ekki í eigu upprunalega eigandans hefur ákveðið verðgildi.

Eins og ég ræddi í kaflanum um tímaval að þá er það alltaf jákvætt og ólíkt milli fólks. Ef sem dæmi að markaðsvextir eru settir í 5%, að þá tekur viðkomandi lán ef tímaval hans er hærra en 5% árs ávöxtun, þá verðmetur hann sína fjármuni minna en það að reyna ávaxta þá í eitt ár með 5% ágóða, ef hinsvegar viðkomandi hefur lægra tímaval en 5% ávöxtun að þá hefur viðkomandi tök á að lána sitt fjármagn út til eins árs og hljóta 5% ágóða í staðin.

Þá gildir það að eftir því sem vextir hækka að þá eykst hvati einstaklings til að lána út sitt fé, en hinsvegar minkar almenn eftirspurnin eftir lánsfé samhliða á markaðnum. Ef vextir lækka hinsvegar, að þá eykst eftirspurn fólks eftir lánsfé en framboð þess lækkar heilt yfir. Hægt er að sjá dæmi um áhrif vaxta á framboð og eftirspurn eftir lánsfé myndrænt á mynd 1.

Mynd 1. Dæmi um áhrif vaxta á framboð og eftirspurn eftir lánsfé

Það er þó mikilvægt að taka framm að tímaval og frestuð neysla eru huglæg fyrirbæri og ekki mæld með vaxtastigi. Fólk forgangsraðar sinni neyslu og ýmist frestar henni eða ekki eftir því sem hentar hverju sinni. Vextir eru þá ekkert annað en einskonar tól fyrir fólk til að velja á milli þess að taka lán eða fresta neyslu með því að bera saman kosti og galla þess hverju sinni. Sömuleiðis eru ekki til neinir algildir markaðsvextir, heldur einstakir vextir sem háðir eru verkefnum og aðilum.

Er hægt að útrýma vöxtum?

Síðastliðin tvö þúsund ár hafa vextir lengi vel verið bannaðir of fordæmdir, þá voru helstu rökin gegn vöxtum, eða öllu heldur því að fá meira til baka en þú lánaðir út, að peningur væri dauður hlutur sem skapaði ekkert og miðlaði aðeins virði, þ.e. þjónaði aðeins tilgangi skiptimiðils (e. medium of exchange). En sú kenning á rætur sínar að rekja til Aristotle.

Aristotle var mótfallinn allri framþróun og því að hagkerfi mannsins breyttist og óx [5], en hagfræðingar seinni tíðar hafa flestir bent á og sæmmælst um að slíkt krefjist þess að halda þurfi aftur af fólki með þvingunum og alræði. Þessar kenningar Aristotle höfðu mikil áhrif á skoðanir páfa, presta og klerka á miðöldum jafnvel þó hægt sé að vitna í Matthew 25:14–30 til að réttlæta að vextir séu enginn þjófnaður. Sömuleiðis eru vextir fordæmdir samkvæmt íslamskri trú.

Seinni tíma hagfræðingar skilgreindu betur rökin fyrir vöxtum, og þá má sérstaklega nefna Anne Robert Jacques Turgot. En Turgot fordæmdi það að banna vexti, því vextir væru einmitt viðskiptasamningur milli þess sem lánar út sitt fé og þess sem þiggur það fé [6]. Turgot benti þá á, sem austurríski skólinn byggði svo á, að vextir ákvarðast á markaðnum og geta þá sveiflast eftir framboði og spurn á fjármagni.

Mises benti einnig á að vextir væru partur af mannlegri hegðun, og það væri því fráleitt að afnema þá með lögum eða þvingunum:

We cannot even think of a world in which originary interest would not exist as an inexorable element in every kind of action [7] … If there were no originary interest, capital goods would not be devoted to immediate consumption and capital would not be consumed. On the contrary, under such an unthinkable and unimaginable state of affairs there would be no consumption at all, but only saving, accumulation of capital, and investment. Not the impossible disappearance of originary interest, but the abolition of payment of interest to the owners of capital, would result in capital consumption. The capitalists would consume their capital goods and their capital precisely because there is originary interest and present want satisfaction is preferred to later satisfaction. [8]

Að afnema vexti með þvingunum, eins og sumir stjórnmálamenn eða trúarbörgð hafa lagt til, myndi frekar ýta undir neyslu en frestun á henni, sem myndi bitna bæði á lánveitendum og lántökum, því lánveitendur myndu þá missa hvatann til að ávaxta sinn sparnað, sem þýðir að lántakar hafa ekki lengur aðgang að fjármagni til að fjármagna arðbær verkefni. Niðurstaðan yrði þá samfélag með minni sparnað, minni fjármagnssöfnun, og að lokum minni framleiðni og hagsæld.

Austurríski skólinn álítur vexti ekki sem misnotkunar tól sem hagnast aðeins lánveitendum, því lántakar og lánveitendur stunda frjáls viðskipti, og hagnast því báðir aðilar þar á. Að banna vexti þvingar fólk til að meta epli sem er því aðgengilegt eftir 100 ár jafnt því epli sem það hefur aðgang að í dag, en slíkt fer gegn allri mannlegri hegðun á meðan tími okkar á jörðu er ekki óendanlegur.

Það sem má hinsvegar færa rök fyrir er að á hörðum peningarstaðli mun framboð á lánsfjármagni aukast þegar framm líða stundir samhliða því að tímaval samfélagsins heldur áfram að lækka og auðsöfnun eykst, sem leiðir af sér lækkandi vaxtarstig.

Það sem er óumflýjanleg afleiðing fullkomlega harðs penings er að öll verð falla með tilliti til þess penings til lengri tíma litið, svo lengi sem hvati mannsins til að bæta sitt nútíðar ástand sé enn til staðar. En slíkt leiðir af sér að fólk leitar ekki í áhættufjárfestingar til að ávaxta sitt fé, eða fjárfestir í fasteignum til að varðveita kaupmátt sinn frá peningaprentaranum. Fólk mun þá eiga tök á því að safna fyrir neyslu sinni, en ekki sitja á lágu eigiðfé líkt og það gerir í dag verandi skuldaþrælar í hamstrahjóli fiat kerfisins.

Þá mun sparnaður vera hið eðlilega ástand, og mun fólk ekki skuldsetja sig eins mikið og það gerir í dag til að kaupa íbúð eða fjármagna sína neyslu. Því í dag er hvati til þess að halda eigiðfé í lágmarki og hámarka skuldir sínar og rétt svo eiga nóg til um hver mánaðarmót til þess að geta greitt af þeim, en á hörðum peningarstaðli á fólk sparnað sem það getur treyst að muni verja það fyrir óvissum framtíðarinn og samhliða vaxa í kaupmætti.

Meginástæðan þess að fólk getur skuldsett sig svona mikið í dag er vegna þess að skuldir fólks er stöðugt verið að gengisfella, sem er ómögulegt án þess að rýra kaupmátt gjaldmiðilsins, því keppsit fólk við að spýta lánsfé inn í fasteignir og nýta þær sem verðmætageymslur, sem þrýstir verðir þeirra svo enn frekar upp. Á hörðum peningarfæti geta fasteignir ekki orðið að verðmætageymslum, heldur munu þær þjóna aðeins þeim tilgangi að vera neysluvörur, líkt og þær eiga að vera.

Í heildarforðakerfi, þar sem lánsfjármagn er bundið við vilja fólks að lána það út, er óumflýjanlega afleiðingin sú að pólitískur áróður hefur lítið með það að gera hvaða fyrirtæki og verkefni hljóta fjármögnun. Því fjármagnseigendur lána aðeins út fé sitt í leit að hagnaði og þurfa því allar fjárveitingar að skila hagnaði til framtíðar til samfélagsins með því að mæta raunverulegri eftirspurn fólks.

[1]: Greaves, Bettina Bien. 2010. Ludwig von Mises on Money and Inflation: A Synthesis of Several Lectures. Ludwig von Mises Institute.

[2]: https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2024/04/04/Yfirlysing-peningastefnunefndar-um-breytingu-a-bindiskyldu-lanastofnana-4.-april-2024/

[3]: Mises, Ludwig von. The Theory of Money and Credit. 2nd ed., Foundation for Economic Education, 1971, p. 363.

[4]: Hoppe, Hans-Hermann. Democracy: The God That Failed. Transaction Publishers, 2001, p. 63.

[5]: Rothbard, Murray N. An Austrian Perspective on the History of Economic Thought, Volume 1., Ludwig von Mises Institute, 2006, p. 15.

[6]: Rothbard, Murray N. An Austrian Perspective on the History of Economic Thought, Volume 1., Ludwig von Mises Institute, 2006, p. 395.

[7]: Mises, Ludwig von. Human Action: The Scholar’s Edition, Ludwig von Mises Institute, 1998, p. 524.

[8]: Mises, Ludwig von. Human Action: The Scholar’s Edition, Ludwig von Mises Institute, 1998, p. 529.

--

--