40/40 listinn 2022:

Andres Jonsson
Gott að frétta
Published in
13 min readMar 16, 2022

Meðfylgjandi er listi Góðra samskipta yfir 40 stjórnendur í viðskiptalífinu árið 2022, 40 ára og yngri. Þetta er í þriðja sinn sem við tökum saman 40/40 listann svokallaða, en listana frá 2018 og 2020 má nálgast hér og hér.

Við veljum alltaf einungis fólk á listann sem hefur ekki verið á honum áður og gefum hann því út á tveggja ára fresti.

Þau 40 sem eru á listanum í þetta sinn.

Listinn er valinn eftir nokkur hundruð ábendingar um nöfn sem fengnar eru frá breiðum hópi fólks í atvinnulífinu.

Vonarstjörnulistinn svokallaði, sem við tökum saman samhliða 40/40 listanum, var einnig birtur í dag en á honum eru ýmsir efnilegir einstaklingar sem fólk spáir að eigi eftir að láta enn meira að sér kveða í atvinnulífinu í framtíðinni.

— -

40 stjórnendur / 40 ára og yngri

Anna Rut Ágústsdóttir (38), forstöðumaður fjármála og rekstrar Kviku eignastýringar.

Anna Rut hef­ur starfað hjá Kviku og for­ver­um frá ár­inu 2007, meðal annars sem for­stöðumaður á skrif­stofu for­stjóra og stjórn­ar­maður í GAMMA, for­stöðumaður viðskipta­tengsla og í áhættu­stýr­ingu. Hún nýtur víðtæks trausts innan bankans og raunar víða í viðskiptalífinu.

Anna Rut er með B.S. próf í viðskipta­fræði og MCF gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og hef­ur lokið prófi í verðbréfaviðskipt­um.

Álfheiður Ágústsdóttir (40), forstjóri Elkem Ísland

Álfheiður tilheyrir (undarlega) fámennum klúbbi á Íslandi, sem eru konur sem eru forstjórar. Álfheiður hefur verið forstjóri Elkem frá því haustið 2020 en hún var áður framkvæmdastjóra fjármála hjá fyrirtækinu. Álfheiður hóf fyrst störf hjá Elkem Ísland sem sumarstarfsmaður árið 2006, samhliða námi, fyrst í framleiðslunni og síðar á fjármálasviði. Álfheiður er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Ásdís Eir Símonardóttir (37), VP of People and Culture hjá Lucinity

Ásdís Eir er gott dæmi um nútímalegan stjórnanda. Hún er náttúrulegur leiðtogi, bæði kraftmikil og hvetjandi. Hún starfaði áður hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem mannauðsleiðtogi Orku náttúrunnar, Carbfix og fleiri sviða Orkuveitu Reykjavíkur. Hún var bakhjarl stjórnenda fyrirtækja samstæðunnar við framkvæmd starfsmannastefnu og leiddi fjölbreytt verkefni sem sneru að því að gera OR að eftirsóknarverðum vinnustað. Ásdís er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslands, sem stendur fyrir mjög virku fræðslu- og félagsstarfi. Alla föstudaga í hádeginu eldar hún súpu heima með fjölskyldu sinni og þá er opið boð fyrir alla að mæta sem vilja. Ásdís er með meistaragráðu í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og B.S. gráðu í sálfræði frá sama skóla.

Birgir Viðarsson (40), forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá

Birgir hefur starfað í rúman áratug hjá Sjóvá og m.a. gegndi hann áður starfi yfirmanns endurtrygginga en hann er sérfræðingur í áhættustýringu. Hann er einn af helstu lykilstarfsmönnum fyrirtækisins og hefur átt stóran þátt í þeim góða árangri sem Sjóvá hefur náð, bæði fjárhagslega og á aðra vegu síðustu ár.

Birgir er með B.S. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í áhættustýringu frá Háskólanum í Lundi.

Birkir Jóhannsson (38), framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS

Birkir var áður framkvæmdastjóri fjármála Valitor en hann hefur einnig starfað hjá Arion banka, Lögmönnum Höfðabakka og Landsbanka Íslands. Birki er lýst sem eldklárum, auðmjúkum og mannlegum stjórnanda sem njóti mikillar virðingar innan VÍS. Auk þess að stýra kjarnastarfsemi VÍS sem felur í sér rekstur, tjónadeild, fjármál, áhættustýringu og upplýsingatækni þá situr Birkir í fjárfestingarráði VÍS og áhættunefnd.

Birkir er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Hann er jafnframt lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður. Birkir er mikill íþróttamaður og stundar hjólreiðar af miklu kappi.

Björk Kristjánsdóttir (38), fjármálastjóri Carbon Recycling International

Björk hefur reynslu af frumkvöðlastarfi, stjórnun, fjármálum og stefnumörkun. Hún hefur stofnað og leitt fyrirtæki í gegnum umbreytingatímabil sem meðstofnandi og framkvæmdarstjóri. Áður hefur Björk meðal annars starfað sem rekstrarstjóri hjá Bus hostel og Travelade og var einn af stofnendum Made in mountains og Reykjavík Backpackers, auk þess að starfa í bankageiranum í sex ár. Björk er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og viðurkenningu bókara.

Einar Þór Steindórsson (38), framkvæmdastjóri fjárfestinga og þróunar hjá Íslenskri fjárfestingu.

Einar er einn af stofnendum vinsæla salatstaðarins Local. Þá starfaði hann eitt sumar hjá Deutsche bank í London. Einar er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráður frá IESE Business school og NYU Stern school of business.

Elísa Dögg Björnsdóttir (36), framkvæmdastjóri TVG Zimsen

Elísa hefur starfað í 15 ár hjá fyrirtækinu, fyrst í hlutastarfi með námi. Elísa er með B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá University of Sydney í Ástralíu.

Elisabet Ólöf Allwood (35), fjármálastjóri Steypustöðvarinnar

Elisabet starfaði áður á fjármálasviði Vodafone, m.a. yfirmaður hagdeildar. Þar áður var hún ráðgjafi hjá KPMG. Elísabet er með B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

Ellert Arnarson (34), forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans

Ellert starfaði áður við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Þá hefur hann einnig starfað sem verkefna- og sjóðstjóri hjá GAMMA og sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf fyrir Straum. Ellert er með B.S. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Guðrún Aðalsteinsdóttir (36), forstöðumaður innkaupa og vörustýringar hjá Krónunni.

Guðrún var áður for­stöðumaður hjá Icelanda­ir á rekstr­ar­sviði þar sem hún var ábyrg fyr­ir m.a. sölu og þjón­ustu í flug­vél­um fé­lags­ins, vöruþróun, inn­kaup­um, birgðastýr­ingu og fram­leiðslu því tengdu. Hún hef­ur enn frem­ur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi og Dan­mörku, og starfaði m.a. hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Novo Nordisk. Guðrún er B.S gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).

Guðrún Nielsen (32), forstöðumaður reikningshalds hjá Skeljungi

Hún hefur starfað á fjármálasviði Skeljungs frá árinu 2014 og hefur síðan þá komið að margvíslegum störfum á fjármálasviði m.a. sem aðalbókari og innheimtustjóri. Guðrún er með B.S gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðsfræði frá Istituto Europeo di Design.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir (34), framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Gunnur leiðir framsækið svið hjá ört vaxandi verslunarkeðju, þar sem hún hefur m.a. komið á fót heildstæðri mannauðsstefnu. Þá situr hún í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hún fékk fyrir skömmu stjórnendaverðlaun Stjórnvísis í flokki millistjórnenda. Gunnur er með B.Ed. gráðu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.

Halldór Karl Halldórsson (39), framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA Fjeldco

BBA Fjeldco er ein stærsta lögmannsstofa landsins, með um 30 starfsmenn og starfsemi bæði í London og Frakklandi. Halldór er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með lögmannsréttindi.

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir (34), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa

Áður starfaði hún hjá Arion banka sem þjónustustjóri einstaklinga í aðalútibúi bankans. Heiður er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands. Þá er hún með próf í verðbréfamiðlun og er vottaður fjármálaráðgjafi.

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir (37), markaðsstjóri Krónunnar

Hjördís starfaði áður í markaðsmálum innan Festi, síðast sem sérfræðingur í markaðsdeild Krónunnar. Hjördís er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Þá lærði hún stafræna markaðssetningu og viðskipti á netinu hjá Opna háskólanum í Reykjavík.

Hulda Júlíana Jónsdóttir (40), framkvæmdastjóri rekstrarviðs Byko

Hulda var áður fjármálastjóri hjá InterStudies og Select Studies Ltd. í Edinborg og starfaði þar á undan við bókhald hjá JNG hugbúnaði og ráðgjöf ehf. Hulda er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í sama fagi frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og meistaragráðu í stjórnunarbókhaldi og viðskiptagreind frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Jón Garðar Jörundsson (40), framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi

Jón Garðar gekk fyrst til liðs við fyr­ir­tækið árið 2020 eft­ir að hafa aðstoðað fyr­ir­tækið í hluta­fjárút­boðsferli. Hann gegndi stöðu stjórn­ar­manns hjá Arn­ar­laxi frá 2014 til 2015, fram­kvæmda­stjóra Haf­kalks ehf. frá 2012 til 2020 og ráðgjafa hjá KPMG á ár­un­um 2010 til 2012. Jón er með B.S gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í fjármálum og fjárfestingum frá Háskólanum í Edinborg og MBA gráðu í strategíu og fjármálum frá sama skóla.

Jón Skaftason (38), framkvæmdastjóri Strengs

Jón er stjórnarformaður danska húsgagnaframleiðandans Norr11 og breska smásölufélagsins Sleep Solutions Limited. Jón starfaði áður sem lögmaður hjá LOGOS Legal Services í London. Jón er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og LL.M. í Corporate Law frá University College í London. Þá hefur hann réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Jón Þór Gunnarsson (36), forstjóri fasteignafélagsins Kaldalóns

Áður starfaði Jón Þór hjá Kviku banka og dótturfélaginu GAMMA, m.a. sem sérfræðingur í eignastýringu og forstöðumaður. Jón Þór er umhverfis- og byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaraprófi í byggingarverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).

Félagið á dreift eignasafn fasteigna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Kaldalón er skráð á First North markaðinn, en hyggur á skráningu á aðallista Kauphallarinnar á árinu 2022.

Karen Ósk Gylfadóttir (33), sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála hjá Lyfju

Áður var hún markaðsstjóri Nova. Karen er með B.S. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sat í fyrstu stjórn Ungra athafnakvenna (UAK).

Katrín Ýr Magnúsdóttir (35), Business Group Director of inspection & sorting hjá Marel

Hún starfaði áður hjá lyfjafyrirtækjunum AstraZeneca í Bretlandi og Roche í Danmörku.

Katrín er með B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í sama fagi frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS).

Kári Steinn Karlsson (35), fjármálastjóri 66°Norður

Áður var Kári fjármálastjóri hjá OZ auk þess að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá KPMG. Kári er þekktur langhlaupari og keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum árið 2012. Kári er með B.A. gráðu í verkfræði frá Berkeley, meistaragráðu í reikningshaldi frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

Kristín Líf Valtýsdóttir (36), product manager hjá Controlant

Kristín starfaði áður sem vörustjóri hjá Marel. Kristín er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands en hún tók hluta af náminu í Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).

Magnús Magnússon (33), framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum

Magnús starfaði áður sem sjálfstæður ráðgjafi, eftir að hafa leitt stefnumótunarteymi Marel árin þar á undan. Þar áður starfaði Magnús sem ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company. Magnús er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðagreiningu frá UC Berkeley í Kaliforníu, og B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir (40), sjóðsstjóri hjá Brunni

Margrét starfaði áður hjá Carbon Recycling International, nú síðast sem aðstoðarforstjóri. Þar áður starfaði Margrét hjá Landsbankanum í ráðgjöf til fyrirtækja og í vöruþróun. Hún situr í stjórn Samtaka iðnaðarins. Margrét er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í orkukerfum og orkustjórnun frá The School of Renewable Energy Science auk B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði.

Matthías Stephensen (36), rekstrarstjóri viðskiptabanka Arion banka

Hann hefur starfað hjá bankanum í rúman áratug. Matthías er með B.S gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á reikningshald og fjármál fyrirtækja, frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi.

Máni Atlason (36), framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins GAMMA hjá Kviku banka

Áður starfaði Máni hjá LOGOS bæði í Reykjavík og London. Máni er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, lögmannsréttindi og hefur lokið prófið í verðbréfaviðskiptum.

Melanie Schneider (40), Chief Commercial Officer hjá Beedle

Melanie hefur starfað hjá Beedle síðastliðin þrjú ár en hún hóf störf sem verkefnastjóri þar. Þar áður var hún verkefnastjóri hjá InfoMentor í tæp 7 ár. Melanie er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá FHS St. Galle University of Applied Sciences og B.Ed. gráðu í kennslufræði frá Pädagogische Hochschule St. Gallen.

Narfi Þorsteinn Snorrason (39), forstöðumaður í Strategy and Development hjá Marel

Narfi var áður forstöðumaður á fyrirtækja og fjárfestasviði hjá Íslandsbanka og þar áður verkefnastjóri hjá Nordic M&A. Narfi er með meistaragráðu í orkuverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og B.S. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá er Narfi með MBA gráður frá Háskólanum í Reykjavík og University of Victoria.

Ólafur Hrafn Höskuldsson (40), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka

Áður var Ólafur framkvæmdastjóri Títans fjárfestingafélags og starfaði hjá Royal Bank of Scotland. Ólafur Hrafn situr í stjórn Varðar og Landeyjar. Hann er með Cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands.

Ólafur Rúnar Þórhallsson (37), rekstrarstjóri Krónunnar

Ólafur hefur starfað hjá Krónunni í 22 ár. Hann er með próf frá Iðnskólanum í Reykjavík, verslunarstjórapróf frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að hafa tekið vörustjórnunarnámskeið við Háskólann í Reykjavík. Hann er maðurinn á bakvið tjöldin sem lætur fyrirtækið tikka.

Runólfur Þór Sanders (37), fjármálastjóri S4S ehf

Hann var áður meðeigandi hjá Deloitte þar sem hann stýrði ráðgjöf á sviði kaup, sölu og fjármögnun fyrirtækja. Runólfur er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og B.S. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.

Sara Pálsdóttir (38), framkvæmdastjóri samfélags hjá Landsbankanum

Undir hana heyra mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, samfélagsábyrgð og hagfræðideild bankans. Áður starfaði Sara hjá Eimskip, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar.

Þar áður vann hún m.a. hjá Reckitt Benckiser Healthcare í Bretlandi þar sem hún var sérfræðingur í markaðsgreiningu. Sara er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og með B.S. gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á markaðsmál og ferðaþjónustu, frá Háskólanum á Akureyri.

Sigríður Mogensen (36), sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins

Sigríður starfaði áður við áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London. Fyrir þann tíma starfaði hún sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hagfræðingur á skrifstofu sérstaks saksóknara. Þá hefur Sigríður einnig starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Um árabil var hún aðstoðarkennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands. Sigríður er með B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í reikningshaldi frá London School of Economics.

Stacey Beth Katz (35), fjármálastjóri Marels

Sem fjármálastjóri Marels ber Stacey ábyrgð á fjármálum, upplýsingatækni og Global Business Services. Stacey hefur starfað hjá Marel frá árinu 2014, nú síðast sem yfirmaður reikningsskila (e. Chief Accounting Officer). Áður starfaði Stacey við viðskiptaþróun og spilaði lykilhlutverk í hagræðingaraðgerðum hjá Marel á árunum 2014 –2015.

Stacey lauk bachelor gráðu frá Cornell háskólanum í Bandaríkjunum og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er löggiltur endurskoðandi í New York og er með bandarískan og íslenskan ríkisborgararétt.

Sveinn Rafn Eiðsson (40) forstjóri Lagardère travel retail ehf.

Sveinn tók nýverið við sem forstjóri hjá Lagardère hér á landi en um er að ræða að fyrirtæki sem er í eigu Lagardere Group og sér um mestallan veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sveinn hafði áður starfað sem fjármálastjóri Lagardère en færði sig síðan til Icelease ehf., sem fjármálastjóri. Hann er því að snúa aftur til Lagardère nú þegar að skala þarf starfsemina upp eftir faraldurinn.

Viðar Svansson (39) framkvæmdastjóri Kaptio

Hafandi starfað í upplýsingatækni í mörgum ólíkum hlutverkum þá öðlaðist Viðar mikilvæga reynslu. Viðar starfaði áður sem lykilstjórnandi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo og stýrði meðal annars hugbúnaðarþróunarteymi fyrirtækisins sem staðsett var í Montreal í Kanada. Viðar er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í sama fagi frá Oxford.

Þorsteinn Kári Jónsson (35), forstöðumaður sjálfbærni og samfélags hjá Marel

Þorsteinn starfaði áður sem ráðgjafi á sviði samfélagsábyrgðar og stefnumótunar ásamt því að hafa verið varaformaður Festu — miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Þorsteinn er með meistaragráðu í Strategy, organization and leadership frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og B.S gráðu í viðskiptafræði og heimspeki frá sama skóla.

Þórður Arnar Þórðarson (35), framkvæmdastjóri Vistor

Áður starfaði Arnar hjá Novo Nordisk, bæði sem vörustjóri í höfuðstöðvum sem og í þýskum og dönskum dótturfélögum fyrirtækisins. Arnar er með meistaragráðu í markaðsfræði frá Copenhagen Business School og B.S. gráðu í hagfræði frá Auburn Montgomery.

— -

1) Listinn er í stafrófsröð.

2) Birt með fyrirvara um villur. Umsagnir eru byggðar á okkar eigin heimildum, ummælum tilnefningaraðila og opinberum upplýsingum og fréttum.

3) Frumkvöðlar og stjórnendur eigin fyrirtækja eru alfarið undanskildir við val listans. Annars vegar þar sem við teljum þá fá næga athygli nú þegar og hins vegar þar sem þeir koma sjaldnast til greina í stjórnunarstöður í öðrum fyrirtækjum.

4) Við val á listann var horft til þess að fólk uppfyllti að vera:

a). 40 ára eða yngra og hafi vakið athygli fyrir frammistöðu sína, hafi fengið aukna ábyrgð að undanförnu og þyki líklegt til að fá enn stærri stjórnunarhlutverk á komandi árum.
b). Það sé nú þegar komið með einhvers konar stjórnunarskyldur, t.d. með því að halda á hluta af stefnumarkandi málefnum fyrirtækja eða að það stjórni eigin teymi eða teymum.
c). Starfandi í fyrirtækjum, eða á mörkuðum, þar sem ríkar kröfur eru gerðar og mikil áhersla á fagmennsku er til staðar.

--

--

Andres Jonsson
Gott að frétta

Almannatengsl og stjórnendaleit hjá Góðum samskiptum.